Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Nýsjálenska gullið

$
0
0

Nýlega komu í sölu í vínbúðunum nokkrar tegundir af bjór og síder frá Monteiths-brugghúsinu í Nýja-Sjálandi. Fyrir bjórunnendur eru þetta gleðifréttir enda alltaf gaman að prófa nýjar bjórtegundir í góðra vina hópi.

Saga Monteiths-brugghússins er löng og farsæl en upphafið er sveipað hógværð. Lífið var ekki einfalt á Nýja-Sjálandi upp úr miðri 19. öld, séstaklega á vesturströndinni. Það var því gleðiefni fyrir íbúana þegar það kom í ljós að náttúran reyndist gnægtarland, ekki bara fyrir námagröft heldur líka fyrir bjórbruggara.

Einn þessara bruggara var Steward Monteiths. Hann hafði flutt frá Ontago og settist svo að í Reefton þar sem han tók við stjórnartaumum í Phoenix-brugghúsinu árið 1868.

Upp úr 1920, varð þverrandi árangur af námagreftri á svæðinu til þess að fólk fluttist burt af svæðinu og margir barir og brugghús neyddust til að loka. Fimm af þeim vesturstrandar brugghúsum sem eftir stóðu, þeirra á meðal brugghús Monteiths, Phoenix, voru þá sameinuð í Westland Brewing Co. sem var stýrt af syni Stewards, William Monteiths.

Nýju aðalstöðvar þess fyrirtækis voru svo reistar í Greymouth þar sem Monteiths er bruggaður allt til þessa dags. Árið 1990 var svo nafninu breytt í Monteiths til heiðurs sögunni og upprunanum.

519065_pena_pivo_bryzgi_bokal_oskolok_2000x1333_(www.GdeFon.ru)

Allir bjórar Monteit´s eru náttúrulega bruggaðir án allra aukaefna eða tilbúinna rotvarnarefna. Það ena sem er hugsanlega bætt út í bjórinn í bruggferlinu er hunang eða sítrónusafi. Þetta eru aðgengilegir og ljúfir bjórar sem við erum ljónheppin að hafa fengið alla leiðina hingað yfir hálfan hnöttinn.

Þær tegundir sem fáanlegar eru í vínbúðunum eru:

southern ale
Monteith´s Southern Pale Ale
Í þessum bjór má finna fyrir krafti norðvesturamerískra humla í bland við líflega nýsjálenska. Hann er síaður til að gefa ljósan strágulan lit. Bragðið byrjar á keim af sítrusberki og hefur gott maltbragð og skarpt eftirbragð. Nýsjálendingar segja að hann sé fullkominn fyrir mómentið þegar þú ert nýbúinn að þvo bátinn þinn.

pilsner

Monteiths Bohemian Pilsner
Þetta er lagerbjór í bæheimskum stíl (Bohemian style lager) gerður eftir arfleifð hinna mikið humluðu ljósu bjóra frá Austur-Evrópu. Hann hefur flókinn ilm af humlum og ríka beiskju sem er einkenni þessa bjórstíls. Monteiths Pilsner hefur góða malteiginleika með mjúkum karamellutónum. Þeir hjá Monteith´s vilja meina að þessi bjór henti vel með mat, séstaklega krydduðum austurlenskum mat.

ipa

Monteith´s IPA
Það er ríkulegt af malti í þessum India Pale Ale Frá Monteiths. Flæðandi nýsjálenskir humlar bjóða upp á ávaxtailm með ögn af beiskju, nóg til að koma humlabragðinu vel til skila. Þetta er bjór fyrir þá sem kunna að meta IPA-bjóra, en með áberandi nýsjálenskum karaktereinkennum. Þessi bjór er fullkominn þegar rifja á upp gamlar stundir með góðum vinum.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283