Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Stjórnarliðar vilja verja valdhafa fyrir óþægindum eftirlitsstofnana

$
0
0

Jóhann Páll Jóhannsson skrifaði eftirfarandi stöðuuppfærslu á Facebook síðu sína í dag meðan á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar alþingis stóð.

jpj

„Hlusta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og heyri að Karl Garðarsson og Vigdís Hauksdóttir eru sammála Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssyni um að ráðherrar eigi að fá mýkri og þægilegri meðferð hjá umboðsmanni Alþingis heldur en önnur stjórnvöld.

Þau vilja að umboðsmaður víki frá meginreglunni um birtingu bréfa vegna frumkvæðisathugana. Slík bréf eru undirorpin upplýsingaskyldu stjórnvalda; almenningur og fjölmiðlar eiga beinlínis rétt á aðgangi að þeim samkvæmt upplýsingalögum.

Bent er á þetta í ársskýrslu umboðsmanns fyrir árið 2014. „Almennt má orða það svo að það á ekki að vera nein launung um það hvernig umboðsmaður beitir frumkvæðisheimild sinni eða um þær upplýsingar sem hann telur tilefni til að kalla af því tilefni,“ segir hann og bætir því við að ­upplýsingalögin geri „ekki ráð fyrir að stjórnvöld geti dregið afhendingu slíkra gagna til þess eins að fresta því að slíkar upplýsingar komi fyrir sjónir.

Slík virðist hins vegar vera krafa stjórnarliða.

Þeir vilja verja valdhafa fyrir óþægindum eftirlitsstofnana.“

 

Jóhann Páll hefur áður fjallað um þessa hlið málsins bæði hér og hér.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283