Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Það þarf engin að standa einn og óstuddur í þessari baráttu!

$
0
0

Aldrei hefði ég trúað því að það væru svona margir þarna úti í sömu sporum og ég.
Að vilja breyta lífsstílnum en vanta stuðning við það að sigrast á hindrunum á leiðinni þangað.

Það hefur einhvern veginn aldrei verið vandamál fyrir mig að setja mér markmið.
En það að vinna í þeim og ná þeim hefur alltaf verið mér mikill höfuðverkur og ómögulegt. Ég þarf stuðning við mín markmið.

Ég hef lært það í gegnum tíðina að maður er ekki einn í heiminum. Það eru alltaf einhverjir þarna úti sem eru að ströggla við það sama. Af hverju ekki að safna þeim saman og aðstoða hvert annað?

Þegar ég var í mínu versta ástandi þá hefði ég viljað geta leitað til stuðningsaðila. Góð ráð og hvatningu hefði ég þegið með þökkum þegar mig langaði bara að drekkja mér í súkkulaði, velta mér upp úr snakki og gefast upp.

Með menntun minni, ÍAK einkaþjálfun, langar mig til að geta aðstoðað þá sem hafa verið og eru í þeim sporum sem ég var í, að vera búin að gefa upp vonina og þurfa einhvern til að koma sér upp úr uppgjöfinni. Mig langar til að styðja þá sem vilja bæta lífsstílinn. Ég hef verið og er enn í þeim sporum að þurfa að bæta mig.

Ég var búin að vera lengi með hugmynd í kollinum, að stofna einhvers konar hóp sem myndi styðja hvert annað í því að vinna í markmiðum. Með mætti samfélagsmiðilsins Facebook þá tókst mér að koma þessu verkefni í framkvæmd.
Fólk skráir sig í gegnum Heilræði & Lífsstíll síðuna mína og fær þá aðgang í hópinn. Svo hefst ferðalagið í átt að betri lífsstíl. Við setjum okkur markmið. Við segjum frá því sem vel gengur og því sem við eigum erfitt með að vinna í. Við gefum hvert öðru hugmyndir og köstum fram hinum ýmsu vangaveltum. Við misstígum okkur oft á leiðinni en með aðstoð hristum við af okkur rykið og stöndum aftur upp.

Það eru engar skyndi- né töfralausnir í boði. Þetta er vinna til frambúðar.

Það er einn hópur rúmlega hálfnaður með 4 vikna námskeiðið og næsti hópur að fara af stað 1. febrúar.

Þetta hafa tvær úr fyrsta hópnum að segja:

„Markmiðs stuðningur er að hjálpa mér mikið við að koma mér af stað í að breyta mínum lífsstíl. Ég læri að setja mér markmið og hún Harpa er snillingur í að hvetja mann áfram og koma með ábendingar um það sem betur má fara. Og þar sem hún hefur sjálf gengið í gegnum að breyta sínum lífsstíl finnst mér hún skilja mann enn betur. Svo er ómetanlegt að hafa hópinn til að spjalla og leita til því þar er fólk sem er í nákvæmlega sömu sporum og ég sjálf. Eftir aðeins tvær vikur hjá Hörpu hef ég afrekað að standa við markmið sem ég hef reynt að takast á við í mörg ár.“
- Fríður Sæmundsdóttir, 34 ára þroskaþjálfi/sérkennari -

„Ég ákvað að skrá mig í Markmiðs stuðning hjá Hörpu Rut til að koma mér aðeins af stað í átt að betra mataræði. Ég er búin að vera að lyfta í rúmt ár en það vantaði samt eitthvað uppá mataræðið og að standa svo við þau markmið sem ég setti mér. Ég var örlítið stressuð til að byrja með en það hvarf nú fljótlega! Það kom mér svo skemmtilega á óvart hvað hún leggur mikið upp á andlegu hliðina og það skiptir greinilega meira máli en maður gerir sér grein fyrir. Strax fyrstu vikuna fann ég mikinn mun á mér, bæði andlega og líkamlega, og var öll léttari á mér. Einn af kostunum við að vera í svona verkefni með Hörpu Rut er sá að hún veit hvað við erum að ganga í gengum, hún þekkir alla þessa litlu púka sem sitja stundum á öxlinni á manni og bíða efti að maður misstigi sig. Svo er hún líka hafsjór upplýsinga og einn mesti peppari sem ég veit um!“
-Blaka Hreggviðsdóttir, 29 ára, viðskiptafræðinemi. 

 Það er yndislegt að sjá að þetta er að virka fyrir fleiri en mig.

Það að geta hvatt aðra áfram og fá hvatningu til baka um leið er virkilega dýrmætt.

Ég mun halda áfram að safna saman í hópa þeim sem þurfa á stuðningi að halda.

Ef þig langar að vera með þá hvet ég þig til að kynna þér málið enn frekar á síðunni minni Heilræði & lífsstíll. Einnig birtist viðtal við mig hérna í Kvennablaðinu og þar segi ég betur frá hvað Markmiðs stuðningur er. Ef þetta er eitthvað sem heillar þig þá hvet ég þig til að hafa samband.

Vinnum að því að breyta, bæta og viðhalda góðum lífsstíl, saman!

10943378_10152983086885664_184028732_n

 

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283