Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Mannréttindalögfræðingurinn Damon Barrett heimsækir Ísland

$
0
0

Fréttatilkynning.

Hinn heimskunni mannréttindalögfræðingur Damon Barrett verður gestur Snarrótarinnar – samtaka um borgaraleg réttindi, 17. til 21. febrúar næstkomandi. Hann flytur opinberan fyrirlestur um mannréttindabrot í skjóli fíknistríðsins, hinn 19. febrúar kl 16:30-18:00, í stofu 101 Lögbergi. Fyrirlesturinn er samstarfsverkefni Félags- og mannvísinda­deildar HÍ og Snarrótarinnar. Blaða- og fréttamenn eru sérstaklega velkomnir á fyrirlesturinn, enda snertir hann dagleg störf þeirra.

Damon Barrett er fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri Harm Reduction International (IHRA) og stofnandi og framkvæmdastjóri The International Centre on Human Rights and Drug Policy (ICHRDP), sem starfar innan vébanda hins virta Mannréttindaseturs Háskólans í Essex. Barrett hefur birt fjölda greina og bókarkafla, jafnt í ritrýndum tímaritum sem á útbreiddum vefmiðlum. Hann situr í ritnefnd International Journal of Drug policy og ritstýrir tímaritinu Human Rights and Drugs. Barrett hefur unnið fyrir ýmsar alþjóðastofnanir, þeirra á meðal IHRA, WHO og SÞ.

Damon Barrett hefur um árabil rannsakað jaðaráhrif fíknistefnu (e: drug policy) á mannréttindi í heiminum, ekki síst á réttindi barna og ungmenna, auk þess heilsutjóns sem útskúfunar- og refsihyggjan kallar yfir fíknisjúka. Snarrótin minnir á að meðal flestra vestrænna þjóða færist þungamiðja fíknivarna í æ ríkari mæli frá útskúfunar- og refsihyggju í átt til fíknistefnu sem á rætur í hugsjónum um vernd mannréttinda og bætta heilsu almennings. Barrett á drjúgan þátt í að draga mannréttindabrot í skugga fíknistríðsins fram í dagsljósið og inn í kjarna umræðunnar um nauðsynlegar réttarbætur í fíknivörnum.“
Frekari upplýsingar má finna á vef Snarrótarinnar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283