Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Sónar Reykjavík hefst í kvöld!

$
0
0

Sónar Reykjavík er raftónlistarhátið sem haldin verður í Hörpu dagana 12. til 14. febrúar. Ég verð á staðnum í fríðu föruneyti ljósmyndara Kvennablaðsins, Emmu Shannon.

Í kvöld erum við stöllur langspenntastar fyrir Todd Terje, Samaris og LaFontaine en ljóst er að hátíðin öll verður sannkölluð tónlistarveisla fyrir forfallna rafftónlistaraðdáanda eins og okkur. Við munum deila gleði okkar og vonbrigðum með lesendum Kvennablaðsins yfir helgina.

Örfáir miðar eru eftir og ljóst er að nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á Sónar 2015. Þeir sem ekki hafa keypt sér miða ennþá eru hvattir til þess að rífa sig upp úr skammdegisþunglyndinu og koma að dansa við frábæra danstónlist með okkur hinum. Dagskrána má nálgast hér.

Af nægu er að velja og því birtir Kvennablaðið spilunarlista með úrvali laga frá flestum sem spila á hátíðinni. Við þökkum plötusnúðunum Dettifosss og Winks fyrir að setja listann saman til þess að auðvelda lesendum Kvennablaðsins að átta sig á úrvali helgarinnar. Listinn er ekki endanlegur og dúóið mun  bæta inn uppáhaldslögum helgarinnar á listann yfir hátíðina.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283