Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Varnarliðið – Allt sem áður var

$
0
0

Heiða Halls skrifar:

Á Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem staðsett er í Tryggvagötu sýnir Bragi þór Jósefsson sýninguna Varnarliðið. Myndirnar tók hann á svæði varnarliðsins í Keflavík eftir að herinn hafði yfirgefið svæðið árið 2006.

Umgjörð sýningarinnar er smekkleg og skemmtileg að mínu mati en myndirnar koma oftast nokkrar saman í einu og tengjast þá sama efni eins og til dæmis má nefna að í byrjun sýningar sérðu myndir sem teknar eru í skólum varnarliðsins.

Því næst eru myndir af sjúkrahúsinu og þannig koll af kolli. Við hlið myndanna eru á nokkrum stöðum fræðsla um herstöðina og lífið hjá varnarliðinu og fjölskyldum þeirra. Mér fannst mjög áhugavert að hafa lesefni með myndunum og fannst mér það gefa sýningunni meiri dýpt. Einnig fannst mér skemmtilegt að hafa ekki alltaf sömu stærð á myndum en það braut upp sýninguna og gerði hana áhugaverðari.

Myndirnar tekur Bragi frá árinu 2006 til ársins 2008 en segist hafa viljað bíða með að halda sýningu vegna þess hvers stutt var frá lokun svæðisins. Tel ég það hafa verið rétta ákvörðun en oft breytist sýn manns eftir því sem tíminn líður og hlutirnir öðlast nýtt samhengi.

Upplifun mín af sýningu Braga var frekar djúp en að skoða myndir af mannlausum húsum kveikti í einhverju innra með mér og í mínu tilfelli kom það ímyndunaraflinu af stað en ég upplifði líka einhvers konar einmannakennd. En við erum misjöfn eins og við erum mörg og vinkona mín sem stödd var á sömu sýningu leit á þetta sem hreina og beina skráningu heimilda.

En sjón er sögu ríkari og finnst mér alveg óhætt að mæla með sýningu Braga Þórs og því að taka sér góðan tíma í að lesa alla fræðslu með og jafnvel enda á kaffibolla og ræða það sem fyrir augu bar.

Bragi Þór Jósefsson lauk námi í ljósmyndun árið 1987 frá Rochester Institute of Technology í Bandaríkjunum og hóf þá störf sem atvinnuljósmyndari. Hann hefur komið víða við síðan þá en hefur aðallega starfað hjá tímaritum landsins og var til dæmis einn af stofnendum Félags íslenskra samtímaljósmyndara.

Sýningin er sem áður sagði í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem staðsett er í Tryggvagötu og stendur sýningin yfir til 10. maí 2015.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283