Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Súkkulaði cupcake með hnetusmjörskremi

$
0
0

Eins og svo oft áður var ég að horfa á FoodNetwork og þar sá ég Inu Garten fjalla um uppáhalds súkkulaðiuppskriftirnar sínar. Hún var með einhverjar rosalega fínar súkkulaði-cupcakes með hnetusmjörkremi. Kökurnar sjálfar hentuðu ekki fyrir mig þar sem í þeim er sýrður rjómi. Sýrðan rjóma er ekki hægt að fá laktos frían og ég reyni eftir mesta megni að gera allar mína uppskriftir þannig að elsta dóttir mín megi borða þær, en hún er með laktosóþol.

IMG_0244

 

Það má í raun nota hvaða súkkulaðiköku sem þið viljuð fyrir þessar cupcakes :) Ég notaði súkulaðiköku uppskirftina frá mömmu (þessa sem ég nota alltaf). Hún passaði fullkomlega í 18 stór  cupcakes form. Ég bakaði þær við 175°c í ca 20 min. Einnig er hægt að baka og nota þessar djöflatertu-cupcakes sem eru djúsílúsí.

IMG_0211

Hnetusmjörkrem

1 bolli /125 gr flórsykur

1 bolli / 250 gr hnetusmjör

5 msk / 75 gr smjör

3/4 tsk vanilludropar

1/4 tsk  salt

1/3 bolli / 5 msk rjómi

hnefafylli af hökkuðum salthnetum

 

Hrærið saman flórsykri, hnetumsmjöri, smjöri, vanilludropum og salti. Bætið rjómanum við og þeytið í svolitla stund þar til að kremið verður létt (pínu flöffí). Setjið kremið á kaldar kökurnar og stráið salthnetum yfir.

IMG_0210

 

IMG_0216


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283