Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Kvenréttindafélagið fer á flakk 2015

$
0
0

Kvenréttindafélag Íslands fer hringinn í kringum landið árið 2015 til að fagna því að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Farandsýningin Veggir úr sögu kvenna sýnir svipmyndir úr 100 ára sögu kvennabaráttunnar.

Sýningin samanstendur af 8 stórum veggspjöldum, myndskreyttum, með stuttum texta á ensku og íslensku.

kvennabaratta 2

Þessi sýning var sett upp í fyrsta skipti á samnorrænu jafnréttisráðstefnunni Nordisk Forum sem haldin var í Svíþjóð 12.–15. júní síðastliðinn og hlaut þar mikið lof gesta.

Förin hófst í Borgarfirði í janúar 2015 og endar í Reykjavík í desember. Nú erum við stödd í Norska húsinu í Stykkishólmi.

Næstu áningastaðir eru Ísafjörður, Blönduós, Akureyri, Húsavík, Egilsstaðir, Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyjar, Árborg og Reykjanesbær.

Núna um helgina eru lokadagar sýningarinnar í Stykkishólmi, en þá verður mikið um að vera í bænum, en bóka- og söguhátíð, Júlíana, hefst í dag og lýkur á sunnudaginn. Hátíðin er nefnd til heiðurs íslensku skáldkonunni Júlíönu Jónsdóttur (1838–1918). Sýningin er opin alla daga.

Sjá nánari upplýsingar um dagskrá Júlíönu á vefsíðu hátíðarinnar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283