Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Spennandi listmunauppboð hjá Fold

$
0
0

Fyrsta hefðbundna listmunauppboð Gallerís Foldar á þessu ári fer fram mánudaginn 2. mars kl. 19.

Boðin verða upp nærri eitt hundrað listaverk eftir marga af þekktustu listamönnum þjóðarinnar. Meðal verka samtímalistamanna sem boðin verða upp er verkið Time / Pavillion II frá 1987 eftir Rúrí, tveir stórir skúlptúrar eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur auk glæsilegra málverka eftir Harald Bilson, Soffíu Sæmundsdóttur og Karólínu Lárusdóttur.

fold 2

Þá verða boðin upp að venju fjöldi listaverka gömlu meistaranna og má þar helst nefna mjög gamalt málverk af Snæfellsjökli eftir Jóhannes S. Kjarval, Heklu eftir Jón Stefánsson, Borgarfjörð eftir Ásgrím Jónsson og blómauppstillingar eftir Júlíönu Sveinsdóttur og Kristínu Jónsdóttur.
fold1
Einnig verða boðin upp verk eftir Magnús Kjartansson, Kristján Davíðsson og Alfreð Flóka svo fáeinir séu nefndir.

Forsýning verkanna er öllum opin og stendur yfir í Gallerí Fold við Rauðarárstíg alla helgina frá föstudegi og fram á mánudag en einnig er hægt að nálgast uppboðsskrána á vefnum Uppboð.is.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283