Ég er enn að bíða eftir vorinu. Held að biðin hafi aldrei verið lengri. En mér leiðist að tala um veðrið. Það gerir mig dapra. Það gengur illa að fá manninn minn til að samþykja það að kaupa eitt stykki vínakur á Ítalíu og flytja af landi brott.
Ég læt mig þá bara dreyma á meðan ég gleymi mér í eldhúsinu. Hér er ein af mínum uppáhalds uppskriftum. Algjör snilld að fá sér þetta snakk á köldu vetrarkvöldi og láta chiliið aðeins vinna gegn kvefinu. Varla hægt að kalla þetta uppskrift, þetta er svo auðvelt að gera og hægt að útbúa á margvíslegan hátt.
Kókos snakk
-1 bolli kókosflögur
-2msk fljótandi kókosolía
-1/2tsk chili krydd
-1/2-1tsk hvítlauksalt
Setjið krydd ásamt fljótandi kókosolí í lítið glas eða skál og blandið vel saman. Setjið kókosflögur í skál og bætið við kókosolíu blöndu. Hrærið vel saman. Dreifið vel úr á bökunarpappír og setjið í 175 gráðu heitan ofn í 3-5 míntúrur eða þar til gyllt. Fylgist vel með.
Hugmyndir af öðrum útgáfum:
-Brúnkökukrydd og sukrin
-Sítrónusafi og sukrin
-Vanilla og kanil
-Ósykrað kakó og sukrin
-Paprikukrydd og salt
-Kaffiduft
-Lakkrísduft