Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Tíminn og ljósið

$
0
0

Tíminn og ljósið

Í vetrarins kyrrð þegar vatnið er slétt
og vitund mín speglast í draumanna heimi,
um hjartað fer tilfinning himnesk og létt
og hugmyndir eru sem fuglar á sveimi.

Og tíminn er spurning sem treystir á svar
er taktfastar gárur um vatnsflötinn berast
því steini í kyrrðinni kastað er þar
í krafti þess alls sem á eftir að gerast.

Ég skynja að aldrei fer lífið með leynd
er ljósið og tíminn fá sálir að tengja;
það verður að heimsmynd í örsmárri eind,
og ómar sem hljómkviða titrandi strengja.

 

 

Ljósmynd af Flickr. eftir Mariusz Kluzniak

Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283