Jónína Björg Magnúsdóttir vinnur í HB Granda á Akranesi. Hún hefur slegið gjörsamlega í gegn í vikunni með flutningi og texta sínum Sveittan sem hún syngur við lag Braga Valdimars Skúlasonar.
Forsagan er sú að Jónínu blöskraði þegar hún og samstarfsfólk hennar tvöfaldaði vinnuafköst sín í fiskvinnslunni að yfirmenn þeirra skildu umbuna þeim með íspinna þegar eðlilegt hefði verið að bjóða launahækkun eða bónusa fyrir að auka umtalsvert gróða fyrirtækisins.
Jónínu er greinilega ekki fisjað saman og í samtali við Kvennablaðið sagði hún að viðbrögðin á vinnustaðnum við framlagi hennar til kjarabaráttunnar hefðu verið jákvæð. En þegar hún var spurð hvort framtakið hefði skilað sér í bættum launum eða bónusum svaraði hún:
Nei, ekki enn.
Kvennablaðið hvetur HB Granda til að umbuna starfsfólki sínu svo eftir verði tekið með beinhörðum peningum en ekki íspinnaveislu!
SVEIATTAN
Mömmur erí frystihúsum mmm
Til að bjarga verðmætunum mmm
Þær teygja sig í forstjórann
Og totta hann í drasl
En ekki hækkar bónusinn
Já þetta er mesta basl
Í fleiri spotta skal nú dregið mmm
Og ekki að neinum sjóðum vegið mmm
Og ekki styggja höndina
Sem klappar þér á bak
Og segir: sjúgðu aðeins fastar
Já þetta er fyrirtak
Launin ekki hækka launin
Ekki núní ár
Launin ekki hækka launin
Æ vertu ekki sár
Við sífellt fleiri tonnin tökum mmm
Og alltaf fleiri þorska flökum mmm
Og þegar ég fæ verðlaunin
Þá heilinn í mér frýs
Það var nú ósköp venjulegur
Lítill pinnaís
Prósentur og vísitala mmm
Þær leiða af sér skuldahala mmm
Og niðurlútur verkalýður
Fýkur bráðum burt
En stendur þó á mottunni
Er tekinn er í þurrt
brýna ekki gleym´að brýna
baráttu hnífinn
brýna ekki gleym´að brýna
gamla tanngarðinn
Er nóg af þessu bulli fáum mmm
í Villa Bigg í Verkó náum mmm
Fyrir okkar kjörum
hann nær að rífa kjaft
hann er sko ekki fæddur
með neitt fjandans tunguhaft
bráðum , bráðum hækka launin
kannski núní ár
launin, kannski hækka launin
þá falla færri tár
Þakka ekki gleyma að þakka
Launaseðilinn
Þakka ekki gleym’að þakka
Lífeyrissjóðinn
Sem geymdi í þetta sinn
Allan sparnaðinn minn
Lag:Bragi Valdimar Skúlason.
Breyttur texti og söngur: Jónína Björg Magnúsdóttir.
Myndataka í stúdíó og staðreynda upplestur: Jóhanna Kristín Þorsteinsdóttir og Sesselja Andrésdóttir.
Upptaka:Sigurþór Kristjánsson, Stúdíó Gott Hljóð, Borgarnesi.
Myndband: Þórarinn Ingi Tómasson.