það voru undrandi gestir sem heimsóttu Vesturbæjarlaugina í morgun þegar þeir urðu þess áskynja að hér eftir verður ekki lengur aðgreint í búningsklefa eftir kynjum. Starfsmenn sundlauganna voru á yfirvinnu sl. nótt að skrúfa niður auðkennisspjöld þau sem hafa aðgreint karla og konuklefana um áratugaskeið.
Eflaust verður mikil ásókn í að hafa fataskipti í fyrrum kvennaklefunum en þar eru fyrir miklu fleiri hárþurrkur, fleiri klósett og kraftmeiri sturtur.