Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Að öðlast betri heilsu og grennast með vanvirkan skjaldkirtil

$
0
0

Þar sem ég er með greindan vanvirkan skjaldkirtil og er alltaf að leita leiða til betri líðanar þá var góð kona sem benti mér á bók sem heitir Balance Your Hormone ­The simple drug- free way to solve women’s health problems og er eftir Patrick Holford.

Ég fór strax í kaflann þar sem talað er um skjaldkirtilinn og mataræði og hér dreg ég saman það sem mér fundust gagnlegar upplýsingar úr honum.

book-balance_your_hormones

Það eru margir áhrifaþættir sem ákvarða hormónaheilsu kvenna og allt byrjar það með hvað við látum ofan í okkur. Það að borða hollt fæði, geta melt það vel og forðast bakteríuröskun í meltingarvegi eru lykilatriði ásamt því að útiloka ofnæmi fyrir ákveðnum fæðutegundum.

Mjög nauðsynlegt er að þú getir haldið blóðsykrinum nokkuð jöfnum en hann er undir áhrifum frá streitu sem aftur getur leitt til hormónaójafnvægis sem aftur getur valdið ýmsum heilsufarsvandamálum sem konur upplifa.

Best er að láta útiloka að þú glímir við vandamál tengt meltingu eða blóðsykri áður en þú ferð að láta kanna hormónin í þér.

World Health Organization (WHO) hafa gefið út að ofþyngd er stærsta ógn heilsu í heiminum í dag. Í Bandaríkjunum deyja fleiri úr offitu en af völdum reykinga í dag. Það að vera of þungur, með hækkað insúlín og efnaskiptasjúkdóma eykur líkur á hormónatengdum heilsuvandamálum allt frá blöðrum á eggjastokkum til brjóstakrabbameins. Það að vera of þungur eykur líkur á sykursýki, hjartasjúkdómum, stoðkerfisvandamálum og mörgu fleiru.

Ef þú fitnar á miðjusvæðinu þá gefur það til kynna óreglu á blóðsykrinum hjá þér og ef þú fitnar á mjöðmum og lærunum sérstaklega bendir það til óreglu á estrogen-hormónum. Önnur sjaldgæf orsök offitu er að þú ert að borða fæðu sem þú ert með ofnæmi fyrir.

Fitufrumur eru geymslur fyrir estrogen og ýmis efni þar á meðal eiturmálma eins og kvikasilfur því ef líkaminn getur ekki afeitrað sig sjálfur þá er þessu hent í geymslu.

Ef þú vilt grennast á öruggan hátt þá skaltu neyta próteins þar sem amínósýrur í próteini eru notaðar til að afeitrunar.

images

 

Besta og áhrifaríkasta leiðin til að grennast er að borða fæðu sem hefur lágan sykurstuðul (lágkolvetna fæði) sem þýðir að þú forðast fæðu sem hækkar blóðsykurinn hjá þér hratt.

Sjá töflu: http://www.the­gi­diet.org/lowgifoods/

Hvorki prótein né fita hafa umtalsverð áhrif á blóðsykurinn hjá þér en kolvetnarík fæða og sykur hækka blóðsykurinn hratt. Í góðu lagi er að neyta fæðu með lágan kolvetnastuðul sem þýðir að þú færð góð kolvetni sem þú þarft daglega en þau hafa ekki áhrif á blóðsykurinn.

Áfengi hækkar einnig blóðsykurinn hratt sem og örvandi efni eins og te, kaffi, gosdrykkir og sígarettur.

Besta fæðan samanstendur af baunum, höfrum, heilkornum, fræjum ásamt fitu og próteinum.

Mundu að sleppa aldrei kolvetnum en veldu vel úr hverju þú færð þau. Fullkominn matardiskur er helmingurinn grænmeti, 1/3 prótein (fiskur, kjöt) og 1/3 úr hollum kolvetnum (brún grjón, Quinoa, sætar kartöflur).

Thyroid-Top-to-Toe-Beauty-Tips

Skjaldkirtilshormón eru gerð úr amínósýrunni Tyrosine sem er breytt í Thyroxín og síðan í T3. Þetta er framkvæmt af ensímum sem eru háð zinki, selen og joði. B-­vítamín er einnig mikilvægt. Vertu því viss um að taka inn nóg af sterkum fjölvítamínum sem innihalda joð, zink (a.m.k. 10 mg) og selen (a.m.k. 35 mcg). Þú getur líka prófað að taka inn stóran skammt af zinki (allt að 20 mg á dag) og extra selen eða 200 míkrógrömm á dag.

Kelp er góð uppspretta af joði, sem og egg og sjávarafurðir. En það mikilvægasta er að þú neytir lág­kolvetnafæðis, borðir ávexti, grænmeti, fisk, kjöt, fræ, hnetur, möndlur og gróft korn og forðist streitu og örvandi efni eins og alkóhól og nikótín.

Gott er að taka inn króm, 200 míkrógrömm á dag, þar sem það gefur okkur orku, kemur jafnvægi á blóðsykurinn og streituhormón sem keppa við thyróxín.

Nú ætla ég að prófa þetta í nokkrar vikur og sjá hvort þetta hafi áhrif á líðan mína og ég leyfi ykkur að fylgjast með.

Endilega sendið mér bréf á soffia@kvennabladid.is ef þið hafið reynt að breyta mataræðinu og eruð með vanvirkan skjaldkirtil.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283