Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Lögleiðing fíkniefna

$
0
0

Ástbjört Viðja nemandi í 10.bekk Öldutúnsskóla skrifar:

 

Ég hef velt lögleiðingu fíkniefna fyrir mér og rætt við aðra en enginn virðist hafa sömu skoðun á málefninu. Sjónarmiðin sem ég hef heyrt eru að það ætti að lögleiða öll fíkniefni – sum fíkniefni eða engin fíkniefni.

Stríðið gegn vímuefnum hefur staðið yfir í fleiri, fleiri ár og virðist engan endi ætla að taka.
Hvernig gengur okkur annars í þessu stríði? Erum við virkilega að ná einhverjum árangri hérna?

Mér dettur helst í hug að snúa vörn í sókn og lögleiða öll efni því með því móti getum við bæði haft eftirlit með þessu, minnkað neytendahópinn þar sem ungmenni ættu erfiðara með að komast í efnin og landið myndi græða helling á þessu.

Áfengi er löglegt vímuefni. Hvers vegna ættum við ekki að taka fleiri efni í okkar eigin hendur? Ég er bæði með og á móti, því hvað gerist ef við tökum vinnuna af öllum fíkniefnasölum sem hafa enga aðra vinnu – hvert leita þeir þá?

Yrði meira um mansal og þrældóm þar sem lítið annað er hægt að selja annað en ólögleg vopn þar sem stærsti hluti vinnumarkaðar undirheimanna hefur verið tekinn af þeim?

Lögreglan gæti þá á móti loksins einbeitt sér að alvarlegri glæpum en smásölu og vörslu fíkniefna hjá fólki á laugardsgskvöldum niðri í bæ.

10984686_814142758653072_1137658143_n

Mér finnst þetta allt saman voða hæpið og ég veit ekki hvort yrði betra fyrir okkur að taka málin í okkar hendur og þar með sagt vinna stríðið eða leyfa þessu að ganga eins og það hefur gert undanfarin ár.

Ég er algjörlega fylgjandi því að það ætti að afglæpavæða sum vímuefni svo sem eins og kannabis en ég veit ekki hvort það yrði gott fyrir okkur að lögleiða það með því móti að selja í apótekum eða í Ríkinu.

Ef Ríkið sæi um söluna myndum við þó allavega vita hvaðan efnið kemur og hvað er í því – annað en í dag þar sem maður hefur ekki hugmynd en vonar það besta sem er náttúrlega bara stórhættulegt.

Ef ég hugsa nokkur ár fram í tímann, þegar ég verð sjálf vonandi móðir, vil ég að það verði jafn auðvelt fyrir barnið mitt að komast í vímuefni þá og það er núna þegar ég er unglingur?

Það er auðveldara að redda sér dópi fyrir kvöldið heldur en áfengi fyrir fólk undir aldri og er það sífellt að aukast þó mikið sé lagt upp úr „edrú æska, betri æska“ og reglur hertar varðandi áfengi og ungmenni á böllum og skemmtistöðum, sem reyndar eru nú varla til staðar fyrir 16–17 ára krakka.

Við ættum að endurskoða þessi mál, með lögleiðingu gætum við meðal annars bjargað mörgum lífum og það yrði auðveldara fyrir fíkla að leita sér hjálpar, myndi ég ætla.

Við þurfum í það minnsta að bæta aðstöðu fyrir fíkla sem þarfnast hjálpar og standa vörð um okkar fólk, veikt eða ekki – bæta forvarnarkerfi í skólum og upplýsa krakka betur um hvað dóp er í raun og veru því það eina sem ég hef lært frá skólum varðandi fíkniefni er að það er slæmt og drepur mann.

Það er margt sem ég veit í dag um fíkniefni sem mér var aldrei kennt í skólum, forvarnarkerfið er ekki að virka vegna þess hver úrelt aðferð er notuð – hræðsluaðferðin.

Fræðslan varðandi vímuefnin sjálf er ekki nægileg, hvorki um áhrif né aukaverkanir. Lítið er rætt um tilfinningar og hvernig á að finna styrkinn til að geta sagt nei.

Það er of auðvelt að falla fyrir fíkniefnadjöflinum þar sem hann gefur falskt öryggi í stuttan tíma, lofar gulli og grænum skógum – þess vegna þurfum við að fræðast betur og hætta að lifa í glerkúlu sem við höldum að geti verndað okkur frá öllu. Hætturnar leynast nefnilega víðar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283