Margir muna eftir lækninum Mads Gilbert sem starfað hefur í Palestínu en hann sendi frá sér opið bréf sem hófst á orðunum Herra Obama, áttu tilfinningar til? Kvennablaðið fjallaði um Mads Gilbert í júlí 2014 þegar stríðið í Palestínu stóð sem hæst. Hann lýsti í bréfinu skelfingunni sem hann upplifði aðfaranótt sunnudagsins 20. júlí þegar ísraelski herinn hóf landhernað á Gaza og þeim afleiðingum sem það hafði í för með sér:
„… bílfarmar með sundurlimuðu, blæðandi, skjálfandi, deyjandi – særðum Palestínubúum á öllum aldri, allt óbreyttir borgarar, allir saklausir.“
Mads Gilbert er á Íslandi og heldur fyrirlestur í kvöld í Iðnó, nánar um það í Fréttatilkynningu hér að neðan frá félaginu Ísland-Palestína:
DR. MADS GILBERT – FUNDUR Í IÐNÓFIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 9. APRÍL KL 20Dr. Mads Gilbert er svæfingarlæknir, prófessor og yfirlæknir í Tromsö, Noregi en hann er heimsþekktur sem læknir og vísindamaður og þá ekki síður fyrir sjálfboðastörf á átakasvæðum. Þar ber hátt framlag hans á Gaza, en þar hefur hann ásamt félaga sínum, Erik Fosse skurðlækni, verið til staðar á Shifa-sjúkrahúsinu þegar mest hefur gengið á í árásum Ísraelshers á svæðið. Mads Gilbert verður með fyrirlestur á vegum Félagsins Ísland-Palestína fimmtudaginn 9 apríl næstkomandi í Iðnó. Þar mun Mads fræða okkur um störf sín á Gaza og hvernig ástandið raunverulega er. Hvetjum alla til að mæta og hlusta á þennan frábæra lækni gefa okkur innsýn í aðstæður sem erfitt er að ímynda sér. Hjálpið okkur að láta orðið berast! Allir velkomnir! |
|
|
|
|
|