Spænska garnacha þrúgan og koss vínsins
Garnacha er þrúga sem er vel þekkt á Spáni. Hún spilar nokkuð stórt hlutverk í t.d. Rioja, Priorat og Navarra ásamt fleiri vínsvæðum auðvitað. Garnacha er einnig vel þekkt í Frakklandi, og þá undir heitinu Grenache. Í Rhone dalnum er hún víða á svæðum þar sem Chateauneuf du Pape og Gigondas er búið til ásamt fleiri minna þekktum svæðum í Rhone dalnum. Hún er líka vel þekkt í suðurhluta Frakklands, í Langeudoc Rousillon nánar til tekið.
Garnacha má einnig finna á Ítalíu, og þá helst á Sardiníu og þá undir heitinu Cannonnau svo og á Sikiley og í Umbria svo dæmi séu tekin. Garnacha er auðvitað ræktuð víða um heiminn, svo sem í Ástralíu, Bandaríkjunum, Chile og Argentínu. Á Spáni á þrúgan þó undir högg að sækja enda hefur tempranillo þrúgan tekið öll völd. Það er samt sem betur fer nokkrir vínframleiðendur sem hafa gert garnacha þrúgunni hátt undir höfði enda verulega kröftug og skemmtileg vín sem koma af henni.
Einn af þessum vínframleiðendum er Grandes Vinos y Vinedos en þeir framleiða hin vinsælu Beso de Vino vín sem notið hafa mikilla vinsælda á Íslandi um árabil. Beso de Vino þýðir koss vínsins á íslensku og víngerðin er staðsett í einu af elstu vínsvæðum Spánar, Carinena. Beso de Vino Seleccion fæst í Vínbúðunum og er reyndar blanda af Syrah og Garnacha. Þetta vín var valið bestu rauðvínskaupin árið 2011 hjá Steingrími á vinotek.is. Vínið er líka búið að fá fullt af viðurkenningum út um allan heim og t.d. fékk 2011 árgangurinn sem nú fæst í vínbúðunum 90 punkta hjá Robert Parker í The Wine Advocate og 90 punkta hjá hjá Stepen Tanzer á wineaccess.com.
Hér kemur svo lýsing Steingríms á 2009 árganginum sem hann gaf 4,5 stjörnur af 5 mögulegum: „Beso de Vino Seleccion er dökkfjólublátt og þétt á lit, angan þess dimm, krydduð og heit, bláberjasafi, lakkrís, reykur og eik, nokkuð kryddað. Þykkt í munni, mjúk tannín, apótekaralakkrís. Hreinlega hörkuvín, sem er fínt að gefa smá tíma til að opna sig. Fínt með grilluðu kjöti, nauti eða lambi.
Fær hálfa stjörnu í viðbót fyrir verðið. Frábær kaup.“
Það sem kannski kemur svo mest á óvart er verðið en Beso de Vino Seleccion kostar ekki nema kr. 1.828 í Vínbúðunum og það hlýtur að teljast ansi hagstætt verð fyrir vín sem valið hefur verið rauðvín ársins á Íslandi ( 2009 árg ) og fengið 90 punkta hjá 2 af virtustu vínsérfræðingum heimsins !
Það er því vel þess virði að smella sér á „koss vínsins.“