Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Efla fátækar konur til sjálfshjálpar

$
0
0

Þrír kennarar frá háskólanum á Bifröst lögðu í gærmorgun af stað til Tansaníu, þar sem þau ætla næstu vikur að halda námskeið til að efla fátækar konur til sjálfshjálpar. Námskeiðið kallast Máttur kvenna og hefur verið haldið á Bifröst síðastliðin 10 ár. Það hefur verið aðlagað aðstæðum í Afríku og gengur út á að þjálfa konurnar til að koma auga á viðskiptatækifæri í nærumhverfi sínu og búa þær færni til að koma þeim í framkvæmd.

Myndin var tekin við upphaf ferðarinnar í gær, frá vinstri Magnús Árni Skjöld Magnússon dósent, Eríkur Bergmann prófessor og Anna Elísabet Ólafsdóttir aðstoðarrektor á Bifröst.

Ferðin frá Keflavík til Tansaníu er löng og ströng. Fyrsti viðkomustaður er London og áfram verður flogið í kvöld til Nairobi í Keníu. Þaðan er flogið til Kilimanjaro-flugvallar og svo tekur við nokkurra klukkutíma akstur til þorpsins Bashay, þar sem kennslan fer fram og hefst á mánudaginn.

Námskeiðshaldið í Tansaníu er þróunarverkefni hjá háskólanum á Bifröst. Rannsóknir sýna ótvírætt að besta leiðin til að draga úr vannæringu barna er að mennta mæður þeirra. Fjölskyldan öll nýtur góðs af atvinnusköpun kvenna, bætir hag heimilsins, veitir aðgang að heilbrigðisþjónustu og umfram allt stuðlar að menntun barna sem er lykillinn að árangri til framtíðar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283