Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Vilmundur heimsækir garðinn þinn

$
0
0

Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur er löngu landsþekktur fyrir fræðistörf og skrif sín um plöntur og ræktun. Hann er einnig stofnandi og stjórnandi síðunnar Ræktaðu garðinn þinn á Facebook þar sem eru tæplega 20.000 meðlimir.  

Í tilefni sumarkomu þótti okkur upplagt að heyra í honum. 

4719_1130832721413_5824746_n

Maður getur ímyndað sér að vorið sé þinn uppáhaldstími nú þegar plönturnar byrja að láta á sér kræla? Er það svo?

Já, engin spurning, ég er mikill vor-, sumar- og haustkarl sem eru allt árstíðir gróðurs og helst af öllu vildi ég leggjast í dvala yfir svartasta skammdegið. Á vorin finn ég alltaf ákveðna lykt í lofti og veit þá að það styttist í sumarið.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir í þínum eigin garði eftir að snjóa leysir og sannarlega er komið vor?

Satt best að segja er ég fremur sófagarðyrkjumaður en að vinna mikið í eigin garði og þar sem ég er að skrifa og veita ráðgjöf um garðyrkju er ég latur í eigin garði.

Finnst þér gaman að gera tilraunir með að rækta plöntur sem eiga öllu jöfnu erfitt uppdráttar hér á landi? Hvaða, og hefurðu náð góðum árangri?

Ég á nokkur tré í garðinum sem teljast á mörkunum hér, til dæmis beyki og snjóboltarunna. Ég safna líka burknum.

Screenshot 2015-04-19 10.03.55

Það tala margir um það að garðvinna sé góð fyrir mannsálina, ertu sammála því?

Ræktun er góð bæði fyrir líkama og sál og veitir vellíðan, það er ekki spurning.

Finnurðu fyrir auknum áhuga á matjurtaræktun á Íslandi?

Ekki spurning. Ég varð var við aukinn áhuga á matjurtarækt strax eftir hrun og sá áhugi er bara að aukast. Fólki finnst gaman að rækta sjálft það sem það borðar.

Ræktarðu sjálfur matjurtir?

Nei, hreinlega nenni því ekki.

Áttu þér eftirlætisblóm eða jurt?

Alltaf haft áhuga á burknum og blómstrandi runnum.

Hvers konar ráðgjöf veitir þú fólki þegar þú heimsækir garða þeirra?

Ráðgjöfin felst í því að ég kem á staðinn og svara spurningum og bendi á það sem ég tel að betur megi fara.

Hvað er það helst sem fólk er að velta fyrir sér?

Spurningarnar eru oft á svipuðum nótum. Hvernig á að klippa, losna við mosa, hvar er best að hafa matjurtagarðinn og staðsetja ávaxtatré?

Skiptir skipulag garða miklu máli?

Já, auðvitað, ef fólk vill ná árangri er nauðsynlegt að skipuleggja og til dæmis planta ekki trjám sem verða há þannig að með tímanum skyggi sól frá pallinum.

Fyrir þá sem hafa hug á því að fá Vilmund í heimsókn er best að hafa samband með því að senda tölvupóst vilmundur.hansen@gmail.com eða hringja í síma 861 1013 og við spurðum hann hvernig hann tæki kaffið sitt og hann svaraði:

Svart og sykurlaust ☺.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283