Stór hluti kvenna er frá unga aldri ósáttur við líkamsvöxt sinn og er sú staðreynd rakin að miklu leyti til útlitsþrýstings sem ríkir í samfélaginu. Á undanförnum áratugum hefur fegurðarímynd kvenna orðið sífellt óraunhæfari og með tilkomu nútíma myndvinnslutækni hafa verið búin til útlitsviðmið sem í raun engar konur geta uppfyllt.
Ljóst er að til þess að vinna gegn þessari þróun þurfa fjölmiðlar, fyrirtæki og auglýsendur að taka höndum saman um að axla samfélagslega ábyrgð og hverfa frá þeim einsleitu og óraunhæfu útlitsviðmiðum sem ríkt hafa til þessa.
Í rúman áratug hefur Dove verið fremst í flokki þeirra fyrirtækja sem axla þessa samfélagslegu ábyrgð og stuðla að bættri líkamsmynd stúlkna og kvenna. Eitt þeirra verkefna er átakið #SönnFegurð sem er ætlað að stuðla að bættri líkamsmynd stúlkna og kvenna á Íslandi. Fylgist endilega með á Facebooksíðu verkefnisins.
Í þessu splunkunýja myndbandi voru lagðar sömu spurningarnar fyrir íslenskar stúlkur á grunnskólaaldri annars vegar og stúlkur á háskólaaldri hins vegar. Svörin eru sláandi og skilja eftir spurningu til okkar allra: Hvernig má bæta sjálfsmynd ungra stúlkna? Hvað fór eiginlega úrskeiðis?