Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Jarðarbúar slá met í koltvísýrings-útblæstri

$
0
0

Magn koltvísýrings hefur hefur náð methæðum í andrúmslofti jarðar. Nýlegar rannsóknir frá bandarísku vísindastofnuninni Noaa sýna fram á að alþjóðlegt meðaltal hlutfalls koltvísýrings í andrúmsloftinu er nú yfir 400 milljónarhlutar (ppm). Það er hærra hlutfall koltvísýrings en mælst hefur síðustu 400.000 ár.

Screenshot 2015-05-12 13.48.33

Á ísöld var koltvísýringur um 200 milljónarhlutar en fór upp í allt að 280 milljónarhluta á hlýrri tímabilum. Árið 2013 fór hlutfall koltvísýrings yfir 400 milljónarhluta í fyrsta sinn frá því að mælingar hófust. Þessi mikla aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu síðustu ár sýnir fram á skýrt orsakasamhengi milli jarðeldsneytisnotkunar mannanna og hækkandi hitastigs jarðar.

Í grein breska tímaritsins The Guardian um niðurstöður rannsókna Noaa kemur fram að þær sýni svo ekki verði um villst að hlutfall koltvísýrings í andrúmslofti jarðar hefur risið um meira en 120 milljónarhluta frá tímum iðnbyltingarinnar.

Pieter Tans, einn vísindamannanna er stóðu að rannsókninni, bætir við að helmingur aukningarinnar hafi auk þess átt sér stað eftir árið 1980. Þá kemur fram á vef bandarísku geimvísindastofunarinnar NASA, að haldi jarðarbúar áfram viðteknum hætti í jarðeldsneytisbrennslu og klári birgðir jarðar á næstu öldum muni hlutfall koltvísýringings rísa upp í allt að 1500 milljónarhluta. Gerist það mun andrúmsloft jarðar ekki bera þess bætur í tugþúsundir ára.

Nasa Climate Change graf

Hér má sjá graf frá NASA um hlutfall koltvísýrings í andrúmslofti jarðar í gegnum aldirnar

Mælingar sem þessar eru sterk áminning fyrir þjóðarleiðtoga í aðdraganda alþjóðlegrar ráðstefnu um hnattrænar loftslagsbreytingar sem haldin verður í lok þessa árs. Í grein The Guardian kemur fram að takist að minnka koltvísýringsútblástur um 80% muni hlutfallið haldast í 400 milljónarpörtum. Þó þurfi að minnka útblástur enn frekar til þess að magn koltvísýrings fari að minnka í andrúmsloftinu.

Koltvísýringur er ein helsta orsök gróðurhúsaáhrifa er stuðla að hækkun hitastigs jarðar og ein helsta mælieining vísindamanna fyrir magni gróðurhúsaloftegunda jarðar. Hér að neðan má sjá myndband frá NASA um eitt ár í lífi koltvísýrings í andrúmslofti jarðar.

Myndin með greininni er fengin af bellona.org


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283