Í sumar verður Ása Hildur Guðjónsdóttir með vaktina alla fimmtudaga í Krika við Elliðavatn. Opið verður kl. 13.00 til kl. 18.00. Ása mun mæta með handavinnu og bækur og aðstoða við það sem til fellur eftir bestu getu. Fyrsti dagurinn er í dag!
Í júní mun Ása Hildur kenna að prjóna vettlinga með snúning og Lettneskri fléttu þeim sem það vilja. Sjá mynd að ofan. Allir eru velkomnir. Hér má sjá auglýsingu þeirra en viðburðirnir eru auglýstir á Facebook.
Kriki við Elliðavatn – sumarhús Sjálfsbjargar hbs er við Elliðavatn. Við Elliðahvammsveg keyrt er aðeins lengra en malbikið nær yfir holóttan veg, smá hæð og þá blasir Krikinn við.