Vísir greinir frá því að í fjárkúgunarbréfi systranna til forsætisráðherra hafi því verið hótað að gera opinbera aðkomu hans að lánafyrirgreiðslu til Pressunnar eða félaga tengdum fyrirtækinu.
Forstjóri MP banka er Sigurður Atli Jónsson, hann er giftur systur Sigmundar Davíðs sem er forsætisráðherra Íslands.
Sigurður Hannesson sem er framkvæmdastjóri eignastýringar hjá MP banka hefur hinsvegar verið ráðgjafi Sigmundar Davíðs í efnahagsmálum.
Björn Ingi Hrafnsson er eigandi Vefpressunnar, sem er aftur eigandi Pressunar, sem samkv. ársreikningi hækkaði skammtímaskuldir sínar um rúmar 60 milljónir árið 2013.
Arnar Ægisson samkvæmt frétt Vísi, sem er framkvæmdastjóri Pressunnar, man hinsvegar ekkert hvar þessar 60 milljónir voru fengnar en segir að líklega sé um að ræða yfirfærslu á yfirdrætti í MP Banka. Hann fullyrðir þó að Pressan hafi yfirtekið yfirdrátt sem var á Vefpressunni sem stemmir við þessa upphæð úr ársreikningum.
Yfirdrátturinn sem gufaði upp!
Svo kemur það besta þegar Arnar er spurður út í tengsl MP banka, að þetta sé ekki lán heldur yfirdráttur fenginn þar:
Arnar:
„Yfirdrátturinn er þar. Hann var það, hann er ekki lengur. Það er enginn yfirdráttur í dag.“!
Bæði Sigmundur og Björn Ingi neita tengslum. Hinsvegar er deginum ljósara hverjum sem vill þurrka þokuna úr augunum að tengsl Sigmundar við MP banka eru augljós og nokkuð mikil og tengsl Pressunnar við MP banka eru til staðar, einnig eru staðfest vinatengsl milli Sigmundar og Björns Inga bæði fyrir og eftir að Björn Ingi var með honum í flokkspólitíkinni hér um árið.
Þá vekur það spurningar hvort þessi tengsl standa í nokkru sambandi við þá staðreynd að MP banki var undanþeginn bankaskatti um svipað leyti og bankinn veitti fjölmiðlafyrirtæki Björns Inga tugmilljóna króna lán.