Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Samvinna karla og kvenna á heimilunum

$
0
0

Jóna Kristjánsdóttir á Melgraseyri skrifaði þessa grein sem birtist fyrst í Kvennablaðinu í júní árið 1916.  Jóna var fædd 27. desember 1882. Lést 12. september 1932.

Skjáskot úr tímaritinu Hlín, af vefnum Tímarit.is.

Skjáskot úr tímaritinu Hlín, af vefnum Tímarit.is.

Samhliða því að víða er kvartað um fólksfæð í sveitunum, þá aukast störf þau, er þar þarf að vinna hröðum fetum og er það hin eðlilega afleiðing seinni ára framfara landbúnaðarins. En aukin störf og fækkandi fólk til að vinna þau, virðist í fljótum bragði vera ósamrýmanlegt, en með réttri notkun starfskrafta þeirra er fyrir hendi eru á heimilunum, eðlilegri samvinnu karla og kvenna þar, má mikið úr þessu ráða.

Hingað til hefir starfsvið kvenna á heimilunum víðast hvar verið umfangsmeira og að mörgu leyti vandasamara og erfiðara en karla, og hefir jafnréttið milli karla og kvenna þar of lítið komið til greina.

Þjónustustörfin.

Eitt af því er talið hefir veríð skylduverk kvenna á heimilunum eru hin svo kölluðu þjónustubrögð; er aðallega eru í því fólgin að hirða fatnað og skóplögg karlmanna, ræsta herbergi þeirra o.fl.

Undir ýmsum kringumstæðum kann fátt við þetta að vera að athuga, en alment er þetta mjög öfgakent, konur beittar hér of miklu óréttlæti, og þar að auki miklum vinnutíma á glæ kastað, því ekki hendir það ósjaldan að karlmenn sitja auðum höndum á meðan konur inna af hendi þessar margbreyttu þjónustuskyldur.

Þetta þarf að breytast, og er það eitt af því, er þarf að kenna börnunum, sem allra fyrst »að hirða sig sjálf«, drengjum jafnt sem telpum.

Erfiðara verður að beita þessu hjá fullorðnu karlmönnunum, er aldir eru upp í þessu þjónustudekri kvenna, þó ættu húsmæður að geta mikið gert til þess að breyta þessu í hagkvæmara horf.

Eldhússtörfin.

Oft hendir það á heimilum, að konum er færri á að skipa en körlum. Væri því mikils um vert að þeir gætu gripið inn i verkahring kvenna þar þegar á lægi. Ýmisleg eldhússtörf er þvi eitt at þvi er almennara ætti að láta drengi venjast við og læra.

Þrifnaðurinn.

Enginn mun geta neitað þvi, að þrifnaði hér á landi hefir fleygt stórum á fram síðuslu áratugi, jafnvel þótt við megum játa, að enn þá sé honum á mörgum sviðum sorglega ábótavant. Að undanteknum þeim mönnum, er með heilbrigðismál hafa haft að gjöra og því látið sig þetta mál nokkru skifta, hefir það aðallega verið kvenþjóðin, er hefir aðallega átt i baráttunni við þenna þjóðar ósóma »óþrifnaðinn«. Sumstaðar er nú þetta dálitið farið að breytast, en alment eru karlmenn ekki farnir að taka þátt í húsþrifum svo um muni og verður sjálfsagt ekki fyrri, en farið er að venja drengi við það jafnhliða telpum, þegar í byrjun. Í sambandi við alla þessa skiftingu á störfum karla og kvenna á heimilunum, þá kemur mér til hugar aktaskriftin, er dr. Guðmundur Finnbogason talar um í bók sinni »Vit og strit.

Sjálfsagt hefir þessi aktaskrift sjaldan verið skriíuð með stórfeldara letri en innan takmarka þessara skiftu verkaflokka á heimilunum, þótt auðvitað séu þar heiðarlegar undantekningar. Í sömu bók er töluvert minst á orkunýting.

Ég er viss um að fólk alment hefir ekki gert sér grein fyrir hvilík feikna orka það er, sem ekki er notuð, bara fyrir þessa þverlyndislegu flokkaskifting heimilisstarfanna.

Einhverjum kann nú að koma til hugar, að fari karlar og konur á heimilunum að grípa hvert inn í annars verkahring, þá verði það til þess að alt lendi þar í óreiðu. En þetta þarf alls ekki að verða þannig; þegar nánar er aðgætt er nákvæm samvinna karla og kvenna á heimilunum ekki annað en eitt brot af því að uppfylla boðorðið, er við ættum öll að kannast svo vel við: »Berið hvert annars byrði«.

Þó að ég hér að framan hafi aðallega minst á þátttöku karlmanna í ýmsu er að innanhússtörfum lýtur, þá hefi eg áður í blaði þessu bent á ýmsar skyldur af hálfu okkar kvenna, er mér finst að við eigum að inna af hendi i þarfir heimilanna utan húss sem innan. Þvi fleira fólk úr sveitunum er sjávarutvegur og aðrar atvinnugreinar draga til sín, þvi meiri þörf er á þvi, að við, sem eftir erum, konur og karlar, stundum með sameinuðum kröftum í baráttunni fyrir heill og hamingju íslenzka sveitalífsins og gleymum því ekki, að þar sem er vilji, þar eru með guðs hjálp líka vegir.

Jóna Kristjánsdóttir
á Melgraseyri.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283