Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Puttuð í forvarnarskyni

$
0
0

Ég var misnotuð í æsku, lenti í nauðgunartilraun þegar ég var 15 ára og var nauðgað og beitt kynferðislegu ofbeldi í sambandi en varnarlausust fannst mér ég vera, þegar ég varð fyrir kynferðislegri misnotkun í vörslu lögreglu.

Þegar ég var 17 ára kynntist ég manni og hóf sambúð með honum. Maðurinn er dæmdur barnanauðgari og er nafn og myndbirtur á síðunni http://stondumsaman.is/. Lögreglan á Akureyri vissi af þessari sambúð og þrátt fyrir að hafa ítrekað þurft að hafa afskipti af heimilisofbeldi af hans hálfu, þá þótti ekki ástæða til að bregðast við þótt ég væri lamin til óbóta, mér nauðgað og ég brotin niður andlega.

Kæran mín var ekki tekin alvarlega, og brotin fyrndust þar sem ekki náðist í hann til að taka af honum skýrlu –þrátt fyrir að hann væri vistaður í fangelsinu á Akureyri, sem er víst í
sama húsi og kæran var lögð fram.

Hins vegar breyttist viðmót lögreglu mikið eftir að ég slapp frá þeim manni, en þegar ég virkilega þurfti á hjálp að halda kynntist ég núverandi manninum mínum, Eyþóri, sem bauð mér gistingu og vernd, (svo ég yrði nú ekki sótt eins og hver önnur óskilatík, líkt og önnur fórnarlömb mannsins lentu gjarnan í). Þetta bauð Eyþór mér án nokkurra skilyrða og meira að segja án þess að þekkja mig neitt.

Um það bil viku síðar bankaði grunsamlegur hópur upp á hjá honum, neitaði að kynna sig og ruddist að lokum inn. Mín fyrsta hugsun var að um handrukkun væri að ræða og reyndi ég eftir megni að varna mönnunum inngöngu.

En þarna var um að ræða óeinkennisklædda lögreglumenn, án heimildar. Síðastur kom inn sá eini sem var einkennisklæddur og smellti handjárnum á mig áður en ég hafði áttað mig á að um lögreglumenn væri að ræða.

Þá var mér dröslað upp á lögreglustöð, þrátt fyrir að hafa aldrei komið við sögu lögreglu áður. Ég hafði enga sögu um neyslu en samt var ég tekin í fulla líkamsleit.

Full líkamsleit á konu fer þannig fram að næsta kona á vakt, í mínu tilviki fangavörður, sem klárlega þótti þetta einnig óþægilegt, var kölluð út til að hlýða geðþóttaákvörðun fíkniefnalögreglunnar.

Hún fór með fórnarlambið, mig, í einangrunarklefa, lét mig afklæðast og stakk fingri í
leggöng og endaþarm og leitaði þar að fíkniefnum. Ég var svo vöruð sérstaklega við Eyþóri og mér gert alveg ljóst að ég mætti búast við þessu ef ég ætlaði að vera áfram með honum.

Svo klárlega var ég „puttuð“ í forvarnarskyni.

Öll mín samskipti við lögregluna á Akureyri hafa verið í svipuðum dúr, svo slæm að ég fæ hreinlega kvíðahnút í hvert skipti sem ég sé lögreglubíl því ég gæti alltaf lent í því að vera tekin upp og puttuð, án þess að geta með nokkru móti spornað við því.

Ég veit hins vegar ekki hvernig þessir lögreglumenn koma fram við konurnar sínar, en maðurinn minn ber allavega það mikla virðingu fyrir mér að hann notar mig ekki sem „smáhlutabox“ og því hef ég hvorki fyrr né síðar verið tekin með fíkniefni innvortis, þrátt fyrir að hafa ítrekað verið niðurlægð á þennan hátt af bæði starfsfólki lögreglu og fangelsis, fyrir það eitt að vera ástfangin og þrjósk.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283