Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Súkkulaðikaka

$
0
0

Súkkulaðikaka

Sá þessa uppskrift á Sukrin-síðunni um daginn og varð að prófa. Ætlaði að baka hana um helgina en eins og svo margt þá varð ekkert úr því.
Á morgun á minn yndislegi eiginmaður afmæli og verður fjarri okkur fjölskyldunni í vinnu á Grænlandi. Við krakkarnir ákváðum samt sem áður að halda upp á það með stæl.
Kakan átti ekki að borðast fyrr en á morgun en það var mikið um tuð og læti svo ég ákvað að leyfa þeim að njóta hennar í sólinni :)
Þessi kaka er sjúklega góð. Algjör súkkulaðibomba!
Súkkulaðikaka
250 g sykurlaust súkkulaði
(ég notaði frá Valor)
250 g smjör
4 egg
150 g Sukrin Gold
4 dropar súkkulaði stevía
1 msk. vanillu extract eða dropar
2 tsk. kaffi

Bræðið smjör og súkkulaði yfir vægum hita og hrærið þar til blandað saman.
Pískið eggin og bætið svo við Sukrin Gold og vanillu extract.
Bætið eggjunum við súkkulaðiblönduna og hrærið með sleif varlega saman.
Smyrjið 20 cm springform með olíu eða smjöri og setjið deigið í.
Bakið í ofni sem er 175 gráður í 50–60 mínútur.
Ég reyndar klikkaði oggulítið og setti 300 g af súkkulaði í mína en hún heppnaðist mjög vel. Var aðeins blaut í miðjunni en okkur finnst það ekkert verra.
Þeytti svo rjóma með toffee caramel stevíu og bar fram með ásamt jarðarberjum.

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283