Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Sálarlíf plantna

$
0
0

Garðyrkjuáhugi eiginmannsins hefur leitt mig í nýja rannsóknarleiðangra með hjálp internetsins og nú er svo komið að ég er farin að elska ítalskan vísindamann á laun. Hann heitir Stefano, sem er vandræðalegt, en hann Stefano Mancuso kallar sig plöntu-taugalíffræðing, rekur stofnun sem rannsakar plöntur og heldur á lofti kenningum um vitund og samskipti plantna.

maxresdefault

Stefano Mancuso. Ég kalla hann bara Stefano…

Hafa heilalausar lífverur vitund? Hann Stefano minn er sko ekki í neinum vafa um það og hann telur að við getum lært margt af plöntum og við séum kannski líkari plöntum en áður var talið.

Maríustakkurinn hugsar sitt.

Maríustakkurinn hugsar sitt.

Plöntur virðast sýna ótrúlega aðlögunarhæfni við erfiðar aðstæður, rætur leita næringarefna í jarðvegi eins og ánamaðkar, laufblöð sumra plantna framleiða eiturefni ef þau verða fyrir árásum dýra, plöntur senda skilaboð til annarra plantna og virðast vara aðrar plöntur við, tré tala saman í gegnum rótarkerfið.

Hringborðsumræður

Hringborðsumræður

Internetið verður bara gamaldags ef boðskipti plantna eru skoðuð nánar enda telja ýmsir að fjarskipti framtíðar geti ýmislegt lært af jurtaríkinu.

Fundur hjá fjölmenningarsamtökum.

Fundur hjá fjölmenningarsamtökum.

Sumir telja jafnvel að það ríki ákveðin valdabarátta hjá plöntum eins og þetta stutta myndband virðist sýna. Hér berjast tvær baunaplöntur um sama prikið til að vefja sig eftir. Hér er það Michael Pollan sem er þulur en nýjasta bók hans, Brilliant green er einmitt skrifuð í samstarfi við Stefano Mancuso.

Á TED er að finna stuttan fyrirlestur Stefanos um sálarlíf plantna og þetta eru heillandi pælingar. Stefano prýðir þykkasti ítalski hreimur sem ég hef heyrt. Gjörsamlega ómótstæðilegur.

Og ef þið haldið að hann Stefano sé einhver einstakur brjálæðingur þá er það alrangt, Stefano á marga fylgismenn og vísindamenn virðast víða á sömu línu. Fyrir efasemdarfólk er upplagt að horfa á þátt sem David Attenborough les inn á og fjallar um óþekkar plöntur. Þátturinn sannar svo sem ekki neitt en vekur mann sannarlega til umhugsunar.

Og fræðslumynd frá BBC sem heitir hvorki meira né minna en „Hvernig plöntur tjá sig og hugsa.“

Munið svo að vökva plönturnar ykkar og tala fallega við þær! Hvað veit maður?


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283