Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

„Við erum öll druslur“

$
0
0

Bryndís Rós Björgvinsdóttir skrifaði þessa færslu á Facebook í tilefni af druslugöngunni sem haldinn verður á laugardaginn 25.júlí 2015. Gangan hefst klukkan 14:00. Bryndís gaf Kvennablaðinu leyfi til að birta grein sína hér.

11180632_10207471588886674_4882906154189411273_n

 

„Fyrir stuttu síðan setti ég inná Twitter reynslu mína í nokkrum orðum í tilefni druslugöngu og þeirrar byltingar sem hefur orðið –vegna þess sem ég hafði lent í þegar ég var nýorðin 14 ára gömul. Þá voru völdin voru tekin af mér af einstakling sem ég treysti og hélt að væri góður vinur minn.

Á meðan sagði hann við mig að ég vildi þetta. Mér var einnig sagt, eftir á, af öðrum vinum mínum að ég hefði viljað þetta –en ég vildi þetta alls ekki, ég sagði nei, ég harðneitaði, ég fraus en fann að mótmæli þýddu ekkert.

Eftir þennan atburð leið mér eins og skítugri druslu. Ég fór beint heim í sturtu og var þar í líklega tvo klukkutíma, ég gerði það á hverjum degi í ca. tvær vikur eftir atburðinn. Ég var skítug drusla og fór að hegða mér þannig. Öll sjálfsvirðing sem ég hafði áður var farin.

Um það bil ári áður en þetta gerðist fór ég og hitti sták í eitt skipti og var orðin spennt að kynnast honum eftir samskipti í gegnum facebook, ég eðlilega þekkti hann ekki vel. Ég hafði aldrei gert neitt meira á þessum tíma nema kyssa strák, enda bara 13 ára gömul. Ég og þessi strákur kyssumst, en í framhaldi af því ýtir hann mér niður á sig og hélt um höfuðið á mér þangað til hann kláraði.

Ég þorði ekki að segja nei, hann var mikið stærri og sterkari en ég. Síðan fór ég heim og skömmin var mín. Ég sagði vinkonum mínum frá þessu eins og þetta hafi verið eitthvað sem ég vildi og var sátt með, en í alvörunni grét ég mig í svefn mörg kvöld í röð.

15. maí 2013 er merkur dagur í mínu lífi, það er dagurinn sem að ég sprakk og gat ekki meir, ég gat ekki hylmt yfir gerendum mínum lengur. Ég var komin svo langt niður að ég sá ekki ljósið, ég vaknaði á spítala og það var búið að dæla uppúr mér öllum þeim lyfjum sem ég fann heima hjá mér og hafði tekið inn þá nóttina.

Í kjölfarið var ég lögð inná legudeild BUGL, mér fannst það mjög erfitt. Það var allt í rugli vegna þess að ég ákvað að segja ekki frá því að ég hefði lent í tveimur kynferðisbrotum. Ég valdi að fara hina leiðina, ég byrjaði að drekka, djamma og misnota líkama minn, hegðaði mér eins og drusla, sjálfsvirðingin var farin.

Ég hætti að sinna skólanum og fékk kvíðaköst sem tengdust því að ég átti að skila verkefnum sem ég var ekki búin með, útfrá kvíðaköstunum fékk ég mígrenisköst. Útaf þessu mætti ég aldrei í skólann. Það sem ég þakka mömmu minni fyrir er að hafa predikað fyrir mér frá því að ég var lítil stelpa að prufa ekki eiturlyf.  Það er stór spurning hvar ég væri stödd í lífinu ef ég hefði prufað slíkt.

Mér fannst erfitt að segja við vini mína í heilt sumar að ég væri í sveitinni ekki með síma, en sannleikurinn er sá að ég var inná BUGL og að þurfa að hætta í 10.bekk einum og hálfum mánuði fyrr en aðrir, ég gat ekki farið í útskriftarferðina mína. Þetta sumar sem ég var þar gerði mér gott og starfsfólkið þar var yndislegt og ég á því allt að þakka.

Kvíðaröskun, átröskun, áfallastreituröskun, reiðin, skömmin, vorkunin, geðveikin. Allt þetta sem þið gáfuð mér. Ég vildi ekki kæra, ég þorði ekki að kæra, afhverju ætti einhver frekar að trúa litlu stelpunni, frekar en stóru sterku strákunum?

Betra að segja engum frá og láta sem þetta hafi ekki gerst.
Sálarlíf lítillar stelpu skiptir hvort sem er engu máli.

Í dag sé ég að skömmin er EKKI MÍN. Þetta er EKKI MÉR AÐ KENNA.

Þessi herferð sem fór af stað var svo þörf, svo yndislega þörf. Mér fannst hún hallærisleg fyrst, ég var ennþá inní skel vegna þess að ég var ennþá hrædd við mína gerendur.

Ég skrifa þessa grein til að hvetja aðrar stelpur og stráka til koma útúr skelinni því að þið verðið sterkari einstaklingar, þegar þið segið þetta upphátt. Þið takið kraftinn úr gerandanum og færið hann yfir á ykkur.

Í tilefni druslugöngunnar sem er á laugardaginn hvet ég alla ættingja mína og vini til að mæta og styðja mig og önnur fórnarlömb og málstaðinn.

Við erum öll druslur.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283