Fréttatilkynning:
Appelsínugular og gular prófílmyndir stíga út úr netheimum og mæta fólki í Druslugöngunni þann 25. júlí.
„Við hvetjum alla til þess að taka gjörning Eddu Ýr Garðarsdóttur lengra og mæta í gönguna með appelsínugul eða gul andlit. Appelsínugul andlit fyrir þau okkar sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, gul andlit fyrir þau okkar sem vita af einhverjum sem hefur orðið fyrir slíku eða vilja sýna brotaþolum samstöðu.
Gular myndir eru líka fyrir þau okkar sem ekki eru tilbúin að opinbera sig því að til þess að galopna sig á þennan hátt er þörf á mikilli úrvinnslu.
Sýnum samstöðu og berjumst gegn því ofbeldi sem þöggun er og málum andlit okkar í þeim lit sem prófílmynd okkar myndi vera, mætum skreytt eða klædd í þessum táknrænu litum.
Gular og appelsínugular blöðrur og nælur verða til sölu fyrir slikk í göngunni ásamt andlitsmálningu fyrir þá sem vilja taka þátt.“
Appelsínugular og gular prófílmyndir: Mætum við Hallgrímskirkju í allri okkar dýrð þann 25. júlí klukkan 14:00.