Uppfært klukkan 16:37. Myndbandið var fjarlægt.
Ólafur Nils Sigurðsson sendi okkur þetta myndband og athugasemd. Gott innlegg í umræðu dagsins um jafnrétti kynjanna í þegar kemur að íþróttum barna. Grein Kolbrúnar Huldar, Fótboltastelpur og fótboltastrákar, mömmuhugleiðingar, hefur hlotið verðskuldaða athygli.
Gefum Ólafi orðið:
„Það hefur verið töluvert rætt hvað kvennafótbolti fær ekki sambærilega athygli og karlafótbolti, hérna er blússandi gott dæmi um þennan fáránleika.
Skemmtilegt samantektarvídeó frá Arion Banka mótinu þar sem strákar og stelpur í 7. og 8. flokki kepptu.
Ég reif upp skeiðklukku og náði að telja rúmar 3 sekúndur þar sem stelpur voru í mynd og það var allt held ég bara ljósmyndir.
Vídeóið er rúmar 3 mínútur, svo það gerir rúmlega 1,6% tíma á skjánum sem stelpur fá vs stráka í þessu myndbandi.
#jafnrétti2015
Arion banka mótið 2015Þessir krakkar munu án efa spila í landsliðum framtíðarinnar. Sterk liðsheild, frábær skemmtun og flottir taktar á Arion banka mótinu 2015.
Posted by Arion banki on Monday, 24 August 2015