Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Hvers vegna eru þeir sem bera ábyrgð ekki dregnir til ábyrgðar?

$
0
0

Ólafur Gíslason skrifaði eftirfarandi hugleiðingu á Facebook og við fengum leyfi til að birta hana hér:

oli gisla

„Fyrir fáum árum síðan varð það eitt helsta hugsjónamál NATO-ríkja með BNA í fararbroddi að koma á stjórnarskiptum í Sýrlandi og brjóta niður innviði samfélagsins (eins og áður hafði verið gert með góðum árangri í Afghanistan, Írak og Libýu).

Uppreisnaröfl voru fjármögnuð og vopnuð undir samheitinu „Frelsisher Sýrlands“ og vopn og vistir og peningar áttu greiða leið í gegnum Tyrkland, sem h0fuðbandamann NATO í þessum heimshluta. Leiguliðar til þessa hernaðar voru á lausu svo þúsundum skipti í Libýu eftir árangrsrík „stjórnarskipti“ þar.

Sem kunnugt er klofnaði „Frelsisherinn“ í ólíkar fylkingar áður en hann náði að sameinast undir samheitinu ISIL. Nú segjast NATO-ríkin berjast á tveim vígstððum í Sýrlandi, gegn stjórn landsins og gegn ISIL (auk þess sem Tyrklandsstjórn berst gegn liðssveitum Kúrda, sem berjast gegn ISIL og stjórnvöldum í Damaskus.)

Þetta hugsjónastríð NATO-ríkjanna hefur nú kostað sýrlensku þjóðina meiri hörmungar en orð fá lýst og rekið milljónir manna á vergang og flótta.

Málið virðist snerta samvisku margra hugsjónamanna um þetta stríð, sem sjá lausnina nú í því fólgna að flytja íbúa Sýrlands til Evrópu.

Hvernig stendur á því að umræðan um flóttamannavandann nær aldrei að snerta uppruna og orsök þessa vanda og þá ábyrgðaraðila sem töluðu hæst um nauðsyn „stjórnarskipta“ í Sýrlandi?

Hvers vegna eru þeir sem bera ábyrgð á þessum harmleik ekki dregnir til ábyrgðar?“

Höfundur er listfræðingur og leiðsögumaður


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283