Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Kínóa-salat Helgu Maríu

$
0
0

Kínóa er með því hollasta sem þú finnur. Það er mjög próteinríkt og fullt af vítamínum, trefjum, steinefnum og ekki skemmir fyrir hvað það er bragðgott. Kínóa hefur verið minn aðal próteingjafi í nokkur ár og þá sérstaklega vegna þess að það má nota það á svo marga vegu.

IMG_2880

Mér finnst gott að nota kínóa í:

Borgara
salöt
karrí
vefjur
morgungrauta
smákökur og
eftirrétti.

Ég hlakka til að deila með ykkur mínum uppáhalds kínóa-uppskriftum, en ætla að byrja á þessu gómsæta og litríka salati.

IMG_2847

Þessi uppskrift er fullkomin á dögum þar sem mann langar í eitthvað létt og fljótlegt.
Það er hægt að bera salatið fram sem meðlæti en það er æðislegt eitt og sér enda mjög matarmikið. Það er alls ekkert heilagt að nota grænmetið sem ég lista hér fyrir neðan en þetta er það sem er í uppáhaldi hjá mér.

IMG_2863

Ef þér þykir kínóa alls ekki gott er hægt að nota kúskús, bulgur eða bygg í staðinn.

Þú veist að kínóað er tilbúið þegar það er mjúkt eins og soðin hrísgrjón. Það tekur um 15-20 mínútur.

Ég reyni að elda stóran skammt af kínóa í hverri viku og eiga inni í ísskáp. Það er svo þægilegt þegar ég er of löt til þess að elda að geta gripið það og sett í salat eða í vefjur með alls konar grænmeti. Það hjálpar mér að sigra sykurpúkann og að velja ekki eitthvað ofur fljótlegt og næringarsnautt.

Dressingin er æðisleg. Hún inniheldur einungis 4 hráefni og er ótrúlega bragðgóð og rjómakennd. Ef þér þykir tahini vont þá er ekkert mál að nota sesamolíu í staðinn eða hnetusmjör jafnvel.

IMG_2872

Hráefni:

Kínóaa salat:
1 bolli óeldað kínóa
2 bollar vatn eða grænmetissoð
2 meðal stórar gulrætur, rifnar
1 rauð paprika, niðurskorin
1 gúrka, niðurskorin
2 frekar stórir vorlaukar, niðurskornir
1 bolli edamame baunir sem búið er að þíða
2 rifnir hvítlauksgeirar
1 bolli maísbaunir (ég kaupi frosnar, lífrænar baunir)
1 400 ml dós kjúklingabaunir, skolaðar undir köldu vatni
1 msk. rifið engifer, rifið
2 rifnir hvítlauksgeirar

Tahini og tamari dressing:
2 msk. tamari sósa
2 msk. tahini (sesamsmjör)
1 tsk. agave síróp
Safi úr hálfri sítrónu
Salt eftir smekk

IMG_2910

Aðferð:

1. Byrjaðu á því að skola kínóa undir köldu vatni í sigti. Ef götin á sigtinu eru svo stór að kínóað fer í gegn er mjög sniðugt að leyfa því að liggja í bleyti í 10-20 mínútur fyrst og skola svo.

2. Settu það svo í pott ásamt vatninu og leyfðu suðunni að koma upp á háum hita. Þegar suðan kemur upp lækkaðu hitann og leyfðu þessu að malla í 15–20 mínútur eða þar til vatnið er horfið og áferðin er létt og mjúk.

3. Helltu kínóanu í stóra skál ásamt grænmetinu og baununum.

4. Hrærðu saman tahini, tamarisósu, sítrónusafa og agave-sírópi saman í litla skál. Smakkaðu til og bættu við sírópi ef þér finnst vanta sætu og tamari ef þér finnst vanta salt. Helltu dressingunni yfir salatið og blandaðu vel saman.

Salatið er ótrúlega gott að bera fram strax en það er æðislegt daginn eftir líka.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283