Þegar varnarliðið fór frá Íslandi fékk íslenska ríkið eitt stykki herstöð gefins. Stöðin var á sínum tíma um 5000 manna samfélag. Þar standa enn eitt þúsund einstaklingsíbúðir auðar samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá 24. febrúar í ár. Þessar íbúðir hafa staðið tómar síðan árið 2006.
Íbúðirnar voru í góðu standi þegar ríkið tók við þeim fyrir næstum áratug síðan.
Móttaka á 50 flóttamönnum ætti því ekki að vera húsnæðisvandamál fyrir íslenska ríkið.
Tölurnar frá neðangreindum lista eru teknar úr Sænska Aftonbladet frá 5. Desember í fyrra.
Þær sýna hvað eftirtalin nágrannalönd tóku á móti mörgum sýrlenskum flóttamönnum frá 2011 til 2014.
Svíþjóð: 50325
Þýskaland:46265
Danmörk: 7985
Noregur: 2855
Finnland : 440
Ísland: ?