Veðurstofa Íslands birti eftirfarandi færslu á Facebooksíðu sinni.
„Í gær leit út fyrir að vatn væri að renna frá Eystri Skaftárkatli. Myndin (grafið) sýnir lækkun íshellunnar yfir katlinum í nótt.“
„Sigið herðir á sér og hlaup er hafið. Hlaup úr eystri katlinum eru stærri og sjaldnar en hlaup úr þeim vestari. Síðast hljóp úr katlinum í júní 2010.“
Gögn úr GPS-stöð í Eystri Skaftárkatli í Vatnajökli.
Heimildir og ljósmyndir Veðurstofa Íslands