
Brynjar Níelsson skrifar.
Hjónavígsla er löggerningur og hefur því réttaráhrif. Einhverra hluta vegna hafa ýmsir í frjálsum félagasamtökum heimild til að framkvæma þennan löggerning. Með því eru þeir opinberir sýslunarmenn.
Meðan samkynhneigðir eiga rétt á að ganga í hjónaband hefur samviskufrelsi presta eða annarra forstöðumanna trúfélaga enga þýðingu, ekki frekar en samviskufrelsi sýslumanna.
Rétt er að taka þennan löggerning alfarið úr höndum forstöðumanna trúfélaga svo þeir geti blessað hjónin eða hjónaefnin eftir því sem samviskan býður þeim.