Verkfallsboðun starfsmanna ríkisins hjá SFR stéttarfélagi í almannaþjónustu og Sjúkraliðafélagi Íslands hefur verið samþykkt. Niðurstöður úr atkvæðagreiðslu liggja nú fyrir og voru aðgerðirnar samþykktar með 85,15% atkvæðum hjá SFR félögum og 90,9% hjá sjúkraliðum. Alls tóku 63,81% félagsmanna SFR þátt í atkvæðagreiðslunni og 69,8% hjá Sjúkraliðafélaginu.
Verkfallsaðgerðir munu hefjast 15. október ef ekki hefur samist fyrir þann tíma. Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni. Góð þátttaka var hjá báðum félögum eins og tölurnar sýna og afstaða félagsmanna afgerandi.
Framkvæmd fyrirhugaðs verkfalls hjá SFR og SLFÍ:
Á eftirtöldum dögum skal vinnustöðvun ná til allra félagsmanna SFR og SLFÍ sem starfa hjá ríkinu.
Frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 15.október til miðnættis föstudagsins 16. október 2015 (2 sólarhringar).
Frá og með miðnætti aðfaranótt mánudagsins 19.október til miðnættis þriðjudaginn 20. október 2015 (2 sólarhringar).
Frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 29.október til miðnættis föstudagsins 30. október 2015 (2 sólarhringar).
Frá og með miðnætti aðfaranótt mánudagsins 2. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 3. nóvember 2015 (2 sólarhringar).
Frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 12. nóvember til miðnættis föstudagsins 13. nóvember 2015 (2 sólarhringar).
Mánudaginn 16. nóvember 2015 hefst ótímabundin vinnustöðvun á öllum stofnunum ríkisins.
Sértækar aðgerðir SFR:
Frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 15. október 2015 hefst ótímabundin vinnustöðvun hjá eftirtöldum stofnunum:
Landspítalinn (LSH)
Ríkisskattstjóri
Sýslumaðurinn á Aursturlandi
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
Tollstjórinn
Sértækar vinnustöðvanir SLFÍ:
Landspítala háskólasjúkrahúsi
Heilbrigðisstofnun Austurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Frá 8.00 – 16.00 miðvikudaginn 21. október
Frá 8.00 – 16.00 fimmtudaginn 22. október
Frá 8.00 – 16.00 föstudaginn 23. október
Frá 8.00 – 16.00 mánudaginn 26. október
Frá 8.00 – 16.00 þriðjudaginn 27. október
Frá 8.00 – 16.00 miðvikudaginn 28. október
Frá 8.00 – 16.00 miðvikudaginn 4. nóvember
Frá 8.00 – 16.00 fimmtudaginn 5. nóvember
Frá 8.00 – 16.00 föstudaginn 6. nóvember
Frá 8.00 – 16.00 mánudaginn 9. nóvember
Frá 8.00 – 16.00 þriðjudaginn 10. nóvember
Frá 8.00 – 16.00 miðvikudaginn 11. nóvember