Glöggur lesandi Jóhannes Benediktsson hefur afhjúpað það sem marga grunaði að ekkert sé að marka stjörnuspá Morgunblaðsins. Svo ósvífnir eru þeir hjá Morgunblaðinu að þeir nenna ekki einu sinni að rugla upp úr sér nýjum stjörnuspám heldur nota alltaf bara sömu spána og færa hana til á milli merkja, mánuða –jafnvel ára!
Hvers eiga fjörgamlir lesendur hins prentaða Morgunblaðs að gjalda? Á hverju eiga þeir nú að byggja þegar í ljós kemur að stjörnuspá bókstaflega allra landsmanna er bara þvættingur?!