Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Ráð Ebbu gegn brjóstsviða og óþægindum tengdum meltingu

$
0
0

Ebba skrifaði eftirfarandi ráð til vina sinna á Facebook og leyfði okkur að deila þeim ráðum hér:

 

Ef þið þjáist af nábít/brjóstsviða, meltingartruflunum eða öðrum óþægindum tengdum meltingu er gott að gera eftirfarandi:

1. Drekka alltaf volgt/heitt (soðið) vatn er þið vaknið og kreista smá sítrónusafa/súraldinsafa út í vatnið. Skola svo vel tennurnar – sítrónusafinn fer ekki vel með þær ef hann liggur á tönnunum. Sítrónusafi og líme/súraldinsafi eru basískir fyrir okkur.

2. Útbúa grænan djús ef þið mögulega nennið (og þá þarf ekki endilega að kreista sítrónu í vatnið því maður setur alltaf sítrónusafa eða lime/súraldinsafa í grænan djús.

3. Ekki borða strax. Bíða og leyfa maganum að vakna í rólegheitum – jafna sig.. Borða þegar þið eruð orðin svöng en helst ekki fyrr en um 2 klst eða seinna, eftir að þið vaknið.

4. Borða auðmeltan morgunmat eins og chiafræ í möndlumjólk með mórberjum og gojiberjum (og það er svakalega gott!) Sjálfri finnst mér Isola bleika möndlumjólkin best.

5. Mikið af fæðutegundum saman í einni máltíð getur verið erfitt fyrir viðkvæma maga að melta. Borða einfalt í hverri máltíð (eða einfaldara).

6. Mjög gott að taka inn kísil í dufti á morgnana – 1 mæliskeið sem fylgir, í smá vatn. Vinnur gegn sveppagróðri og of miklum magasýrum m.a. Hreinsar og kætir.

7. Taka inn acidophilus kvölds og morgna. Afar mikilvægt.

8. EKKI borða of mikið í hverri máltíð.

9. Minnka glútein og helst ekki borða gerbrauð. Borða frekar súrdeigsbrauð – En samt í hófi. Fínt að eiga gott súrdeigsbrauð (fáið lífræn í Grímsbæjarbakaríi og í Lifandi markaði til dæmis) og geyma í frysti og rista sér eða grilla sneið þegar mann langar í og endilega setja mikið af ólífuolíu á brauðið (og sjávarsalt – namm!)

*Ólífuolían er bólgueyðandi og hjálpar meltingunni.

10. Taka inn meltingarensým með kvöldmatnum ef hann var/er of stór og þungmeltur (ég nota Natures aid ensým og finnst það mjög gott).

11. Minnka rautt kjöt.

12. Ekki blanda saman (nema bara spari) kjöti og brauði/pasta.

13. Ef þið eruð alveg að drepast; setja 1 tsk af matarsóda í ögn af köldu vatni, hæra og skella í sig.

14. Endilega prófið quinoa – er með það í öllum mínum bókum – næringarríkt, glúteinlaust, kalkríkt, járnríkt, próteinríkt, auðmelt, ríkt af góðri hollri fitu – dásamlegt með eplabitum/mangóbitum og ólífuolíu.

15. Minnka sykur! Nota frekar aðra næringarríkari sætu sem truflar ekki blóðsykurinn jafn mikið og hvítur sykur gerir (og er ekki eins mikið sveppafóður) eins og lífrænt hunang, agave, stevíu, kókospálmasykur, eritrytol, hlynsýróp, mórber, döðlur .. en samt alltaf í hófi. Dökkt súkkulaði (best lífrænt) getur bjargað manni.

16. Mörgum líður betur ef þeir setja 1 tsk – 1 msk af lífrænu eplaediki í ögn af köldu vatni og skella í sig á morgnana á fastandi maga.

17. Ef þið fáið hjartsláttaróreglu (getur komið til dæmis, ef magasýrurnar eru að gúlpast upp og erta hjartað sem er ekki gott fyrir hjartað) þá er snjallt að taka inn magnesium. Það verndar hjartað.

18. Ég er enginn læknir en hef barist við bæði candida og magasýrur og þetta allt er eitthvað, sem hefur hjálpað mér. Nema edikið, hef ekki prófað það eða þurft þess en um að gera að prófa ef þið eruð slæm.

2.sería forsíðumynd

Ebba Guðný  er kennari að mennt  og hefur unnið sem fyrirlesari um hollt mataræði fyrir ungabörn og alla fjöskylduna frá árinu 2006.  Hún gaf út bókina; Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? – 3.útgáfa er nýútkomin. Ebba Guðný er umsjónarmaður þáttanna, Eldað með Ebbu, á RUV (Önnur sería hefst í nóvember.)

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283