Ólöf Nordal óskar eftir að verða varaformaður Sjálfstæðisflokksins og býður sig fram í það embætti öðru sinni en hún gengdi varaformennsku árin 2010 – 2013. Í embættið verður valið á landsfundi flokksins sem fram fer helgina 23. til 25. október. Frá þessu greindi Ólöf á blaðamannafundi við heimili sitt fyrr í dag.
Hér má lesa æviágrip Ólafar af vef Alþingis.
„Fædd í Reykjavík 3. desember 1966. Foreldrar: Jóhannes Nordal (fæddur 11. maí 1924) fyrrverandi seðlabankastjóri og Dóra Guðjónsdóttir Nordal (fædd 28. mars 1928) píanóleikari og húsmóðir. Maki: Tómas Már Sigurðsson (fæddur 1. febrúar 1968) forstjóri. Foreldrar: Sigurður Kristján Oddsson og Herdís Tómasdóttir. Börn: Sigurður (1991), Jóhannes (1994), Herdís (1996), Dóra (2004).
Stúdentspróf MR 1986. Lögfræðipróf HÍ 1994. MBA-próf HR 2002.
Deildarstjóri í samgönguráðuneyti 1996–1999. Lögfræðingur hjá Verðbréfaþingi Íslands 1999–2001. Stundakennari í lögfræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst 1999–2002. Deildarstjóri viðskiptalögfræðideildar Viðskiptaháskólans á Bifröst 2001–2002. Yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun 2002–2004. Framkvæmdastjóri sölusviðs hjá RARIK 2004–2005 er rafmagnssala var tekin inn í sérstakt fyrirtæki, Orkusöluna, framkvæmdastjóri Orkusölunnar 2005–2006. Í bankaráði Seðlabanka Íslands 2013–2014. Innanríkisráðherra síðan 4. desember 2014.
Formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Auðar á Austurlandi 2006–2009. Formaður Spes, hjálparsamtaka vegna byggingar barnaþorpa í Afríku. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2010–2013.
Alþingismaður Norðausturkjördæmis 2007–2009, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009–2013 (Sjálfstæðisflokkur).
Innanríkisráðherra síðan 2014.
Allsherjarnefnd 2007–2010, samgöngunefnd 2007–2009, umhverfisnefnd 2007–2009, fjárlaganefnd 2009–2010, kjörbréfanefnd 2009–2011, sérnefnd um stjórnarskrármál 2010–2011, utanríkismálanefnd 2010–2011, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2011–2013.“