Við fengum að deila með ykkur uppskrift úr Matreiðslubókinni Himneskt – að njóta eftir þær mæðgur Sollu og Hildi. Þessi súpa er sannarlega himnesk…við erum búnar að prófa. Hér er uppskriftin og við hvetjum ykkur til að demba ykkur í að gera þessa! Viðtal við mæðgurnar Sollu og Hildi má lesa hér.
Rauðrófu og sætkartöflusúpa
„Það er kúnst elda rauðrófur án þess að jarðarbragðið komi í gegn. Það tekst einstaklega vel í þessari súpu. Það gerist einhver galdur þegar cumin og túrmerik blandast við rauðrófurnar og sætu kartöfluna. Það má nota eingöngu kókosmjólk eða eingöngu vatn í súpuna en hún verður mýkri við að nota kókosmjólk og þess vegna finnst okkur best að hafa blönduna 1:1.
1 msk ólífuolía
1 rauðlaukur
2 tsk cuminduft
¾ tsk turmerik
½ – 1 tsk salt
¼ tsk cayenne pipar
3 meðalstórar rauðrófur
1 sæt kartafla
400 ml kókosmjólk
600 ml vatn
ofan á:
ristaðar kókosflögur
kóríander, smátt saxaður
Byrjið á að skera rauðlaukinn í þunnar sneiðar, afhýða rauðrófurnar og sætu kartöfluna og skera í litla bita. Hitið olíuna í potti og mýkið laukinn í oíunni í um 10 mín, passið að hann brenni ekki. Kryddið og bætið restinni af uppskriftinni út í. Látið sjóða við vægan hita í um 45mín – 1 klst. Setjið súpuna í blandara og maukið. Berið fram með, ristuðum kókosflögum og ferskum kóríander“