Börnin mín fara oft í afmæli eins og kannski flest öll börn hér á landi. Vinir og bekkjarfélagar halda afmæli og erfitt er að finna gjöf sem fellur í kramið, enda börnin eins mismunandi og þau eru mörg. Því hef ég haldið mig við það að börnin gefa peninga. Finnst mun betra að gefa peninga og leyfa svo krökkunum að velja sjálf að safna fyrir einhverju eða setja í bankann.
Ég sá um daginn sniðugt myndband þar sem peningur var brotinn saman í skyrtu og hjarta og ákvað að prófa. Þetta ákvað ég að prófa að gera og núna gefa krakkarnir pening dulbúinn sem skyrta eða hjarta. Auk þess eru mun fleiri hugmyndir á veraldarvefnum hvernig á að brjóta seðla.
Hægt er að setja peninginn svo í umslag, eða eins og mín börn gera, setja það í heimatilbúið box með bómull í.
Mæli með því að þið skrifið origami money í leitina á youtube og sjá hvað fleira er hægt að gera. Einnig er mjög gaman að renna í gegnum pinterest og fá hugmyndir af mismunandi brotum.