Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Er ekki lífið dásamlegt?

$
0
0

Magnús Karl Magnússon forseti læknadeildar Háskóla Íslands deildi þessari færslu á Facebook og gaf okkur leyfi til að deila hér.

1267796_10201558264272848_1247946030_o

„Töfrar frumunnar:

Hérna er prótein sem heitir kinesin (bleiki virðulegi burðarkallinn) að halda dauðahaldi í frymisblöðru og fikra sig eftir svokölluðum örpíplum (microtubuli). Þetta er flutningskerfi þar sem innihald frymisblöðrunnar er flutt á áfangastað. Sem dæmi eru ýmis efni flutt eftir slíkum brautum eftir endilöngum taugum til að koma efnum út í taugaenda.

Kinesín próteinið sem þarna labbar eftir örpíplunni er knúið áfram af orkuríku sameindinni ATP. Þannig er ATP stöðugt brotið niður og „fætur“ próteinsins fá þannig orku!

Svona er í gangi í ykkar frumum (og mínum líka) án þess að við veitum því minnstu athygli. Er ekki lífið dásamlegt?“

tumblr_nc5tlfK9NY1s1vn29o1_400 (1)


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283