Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Við fæðumst ekki öll jöfn

$
0
0

Ebba Guðný Guðmundsdóttir deildi eftirfarandi á Facebook og gaf okkur leyfi til að birta hér:
Screen Shot 2015-11-11 at 15.21.19Eftir að hafa átt vin sem sat í fangelsi (fyrir manndráp af gáleysi) verð ég alltaf meira og meira hugsi yfir dómum og fangelsisvist.

Ég er enginn sérfræðingur en ég held að það væri samfélögum til góða að fangelsi væru mannleg betrunarvist en til þess vantar bæði fjármagn og  skilning sjálfsagt líka. Væri ekki gott ef fangar fengju að vinna, mikið helst og gætu eignast pening á meðan þeir sitja inni, hefðu nóg fyrir stafni, gætu sett sér markmið og gætu þá hjálpað fjölskyldum sínum peningalega jafnvel.  Þeir gætu þá sent peninga/gjafir stundum heim og þar fram eftir götunum.

Það hljóta að vera fullt af fyrirtækjum sem gætu nýtt vinnuafl fanga. Auðvitað fengju þeir lágmarkslaun en þeir væru að minnsta kosti með vinnu og ættu aur þegar þeir kæmust út.

Jafnvel vera í námi með vinnu. Borða hollan mat og taka inn vítamín. Læra jóga og hugleiðslu og hlusta stundum á góða fyrirlesara o.s.frv. Og stundum finnst mér dómar svo svakalega langir að manni fallast hreinlega hendur.

Það er vissulega oft erfitt að hafa samúð með föngum, en vandamálið er bara að við fæðumst ekki öll jöfn og sumir hafa einhvern veginn aldrei átt sjéns, aðrir hafa ekki haft kjarkinn til að segja nei (við ýmsu slæmu), aðrir ekki sjálfstraust til að velja sér góða og heilsteypta vini/félagsskap. Þetta eru ekki afsakanir en stundum útskýringar. Þetta er allt mjög snúið .. og sumum sjálfsagt ekki hægt að hjálpa/bjarga.

„Be kindest to those who you feel least deserve it, because they need it the most“… sem er hægara sagt en gert, en þeim mun mikilvægara.

Hér fyrir neðan er gott viðtal við Geir Gunn­ars­son sem nýverið lauk 18 ára fangelsisvist í Bandaríkjunum og hér finnst mér einmitt að 18 ár séu alltof langur tími .. óska þessum frænda mínum alls hins besta & bið að fórnarlambið hafi náð sér eftir árásina bæði andlega og líkamlega.

 

Screen Shot 2015-11-11 at 16.29.45

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283