Þrátt fyrir mikið úrval af úlpum á Íslandi ákvað Lín Design að það væri hægt að bæta við það og gera enn betur. Við viljum einungis það besta fyrir börnin okkar og því mikilvægt að vanda sig við hönnun útifatnaðar.
Lín Design býður upp á 100% andadúns-úlpur með ekta loðskinnskraga fyrir börn á aldrinum 2-10 ára. Andadúnn er eitt það hlýjasta sem hugsast getur og því tilvalið til að halda hita á börnunum okkar í íslensku veðurfari. Úlpan er fyllt með 90% dúni og 10% dúnurt sem veitir úlpunni lyftingu. Ekkert fiður er í úlpunum frá Lín Design.
Úlpan er engu að síður frekar létt og því talin vera heilsársúlpa fyrir kalda sumardaga á Íslandi. Ytra byrði úlpunnar er 100% nylon sem er sterkur og endingargóður textíll og hefur 3000 mm vatnsheldni. Hettan er mjúk og notaleg og er auðveldlega hægt að renna henni af.
Á hettunni er ekta loðskinnskragi sem einnig er hægt að fjarlægja. Börnin okkar elska liti og þess vegna var vandað til við val á litum fyrir þau. Úlpurnar eru í fimm fallegum litum, því ætti hvert barn að finna lit við sitt hæfi.
Auðvelt er að þvo úlpuna og þurrka og ekki skemmir fyrir að úlpurnar eru á góðu verði þrátt fyrir að gæðin séu í hámarki og því ætti enginn að láta þetta fram hjá sér fara.
Verð á úlpu er 15.980 krónur.
Kostuð kynning