Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Myrkraverk Útlendingastofnunar náðust á myndband

$
0
0

Óðinn S. Ragnarsson deildi þessu myndbandi í nótt sem leið en það sýnir er lögreglan kom að heimili albönsku fjölskyldunnar í Barmahlíð vel eftir miðnætti til að sjá til þess að fjölskyldan færi úr landi.

Pressan greindi frá því að 20 lögreglumenn hefðu verið viðstaddir aðgerðirnar en fjölskyldan var flutt í rútu Norðurleiða til Keflavíkur ásamt fleiri hælisleitendum sem synjað hefur verið um landvistarleyfi.

Fólkið var flutt af landi brott með leiguflugi á vegum Útlendingastofnunar sem fór frá Keflavík um þrjú í morgun. Það vekur athygli að fólki sé mokað af landi brott um miðja nótt en vísast er verið að gæta ásjónu landsins á Keflavíkurflugvelli því það samræmist varla þessari gestrisnu þjóð að ferðamenn verði vitni að því að við neitum örfáum hræðum um hæli meðan Evrópulöndin umhverfis okkur taka á móti flóttamönnum í stríðum staumum.

Töluvert hefur verið fjallað um málefni albönsku fjölskyldunnar en eitt barnanna er þriggja ára langveikur drengur sem var víst leystur út með lífsnauðsynlegum lyfjaskammti til eins mánaðar í  gær að sögn talsmanns. Foreldrar hans hafa endurtekið sagt frá því að þau hafi ekki ráð á því að koma honum í viðeigandi læknisþjónustu í sínu heimalandi. Talsmaður Rauða krossins sagði í fréttum stöðvar 2 í gær að afar sjaldgæft sé að útlendingar leiti hælis á Íslandi vegna heilbrigðisþjónustu sem hér býðst.

Óðinn deildi myndbandinu með þessum orðum:

„Albönsk fjölskylda sem kom hingað til lands í leit að betra lífi var send aftur til heimalands síns í nótt. Það er hræðilegt að ekki skuli vera hægt að veita fólki/ fjölskyldum sem hingað koma í neyð hæli af mannúðarástæðum eins og þessari fjölskyldu. Allir þeir sem komu að ákvörðuninni um að senda þessa fjölskyldu til baka mættu skammast sín. Fulltrúar Lögreglunnar sem mættu á staðinn mættu gera slíkt hið sama.“

Albönsk fjölskylda sem kom hingað til lands í leit að betra lífi var send aftur til heimalands síns í nótt. Það er hræðilegt að ekki skuli vera hægt að veita fólki/ fjölskyldum sem hingað koma í neyð hæli af mannúðarástæðum eins og þessari fjölskyldu. Allir þeir sem komu að ákvörðuninni um að senda þessa fjölskyldu til baka mættu skammast sín. Fulltrúar Lögreglunnar sem mættu á staðinn mættu gera slíkt hið sama. http://stundin.is/frett/logreglan-leidinni-ad-fjarlaegja-albonsku-fjolskyl/

Posted by Óðinn S. Ragnarsson on Wednesday, 9 December 2015


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283