Seint í gærkvöldi tók forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, ásamt fjölmörgum þingmönnum, á móti fyrsta hópi sýrlenskra flóttamanna sem hlotið hafa hæli í landinu. Kanadíska ríkisstjórnin undir stjórn Trudeau hefur skuldbundið sig til að taka á móti 25.000 flóttamönnum frá Sýrlandi fyrir marslok 2016.
„Þið eruð komin heim,“ sagði Trudeau þegar hann bauð fólkið velkomið eftir 16 klukkustunda flug frá Beirút til Toronto en fólkið var flutt til landsins í herflugvél kanadíska hersins.
„Þið eruð komin heim – hér megið þið búa og hér eruð þið örugg,“ endurtók Trudeau.
Flóttafólkið fær umsvifalaust landvistarleyfi og fullan aðgang að heilbrigðisþjónustu eins og aðrir kanadískir þegnar.
Skemmst er að minnast er Trudeau tilkynnti um ákvörðun þá að veita Sýrlendingum hæli og þingmenn kanadíska þingsins risu úr sætum sínum og klöppuðu. Víðtækur stuðningur almennings er við stefnu kanadískra stjórnvalda í málefnum flóttafólks.
Welcome to Canada“You are here and you are safe. You are here and you are loved. You are here and you can stay.”Canadians greet the first group of Syrian refugees who just arrived in Toronto.
Posted by AJ+ on Friday, 11 December 2015