Uppskriftin er fengin frá Svönu Ingibergsdóttur yfirmatráði mötuneytis alþingis. Um baksturinn og framsetningu sá Þórunn Árnadóttir. Þessi kaka hefur þau áhrif eins og frægt er orðið að þingmenn og ráðherrar rísa úr sætum sínum og geta illa setið fundi.
Kakan:
150 g suðusúkkulaði
1 ½ dl mjólk
50 g púðursykur
1 tsk vanillusykur
100 g smjör
1 ½ dl sykur
3 egg
150 g (2 ½ dl) hveiti
1 tsk lyftiduft
Aðferð:
Bræðið suðusúkkulaðið saman við mjólkina, sykurinn og vanillusykurinn í potti við vægan hita. Látið kólna.
Hrærið smjör og sykur vel saman. Setjið eggin saman við eitt og eitt í einu og hrærið vel á milli.
Sigtið hveiti og lyftidufti út í til skiptis við súkkulaðihræruna.
Hellið hrærunni í vel smurt mót (22 sm). Bakið við 175 gráður í 30-40 mín. og kælið á rist.
Kremið:
100 g suðusúkkulaði (brætt)
100 g smjör (mjúkt)
100 g flórsykur
1 stk eggjarauða (má sleppa)
2 tsk vanillusykur
Aðferð fyrir krem:
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og látið kólna örlítið.
Því næst er öllu hrært saman þar til kremið verður loftkennt og öll hráefni hafa blandast vel saman.
Samsetning kökunnar:
Ofan á kökubotninn fara niðursoðnar perur frá Del Monte sem skornar hafa verið í sneiðar. Síðan er kremið sett yfir perurnar. Ath. Þórunn valdi reyndar að hafa perurnar ofan á, skreyttar með hálfu kokteilberi og þeyttum rjóma, en þetta er auðvitað alltaf smekksatriði. Kælið að lokum kökuna í u.þ.b. klukkustund.
Ljósmynd : Íris Ann