Þegar karlar stíga fram og greina frá heimilisofbeldi af hendi fyrrverandi sambýliskvenna raskast gamalgróin hugmynd um hverjir þeir séu sem beita maka sína ofbeldi.
Í áratugi hafa farið fram margvíslegar umræður um „kynbundið ofbeldi“. Miklu fjármagni hefur verið varið í málaflokkinn sem hefur komið mörgun konum til bjargar og mikið þrekvirki verið unnið í því sambandi.
Eftir að Dofri Hermannsson sagði sögu sína í Stundinni og birtist í sjónvarpsviðtali ásamt Friðgeiri Sveinssyni í Ísland í dag hófst í kjölfarið umræða um heimilisofbeldi gegn körlum og misrétti sem karlar verða fyrir í forsjármálum, afskipti femínista af málaflokknum og kosti og galla þeirra afskipta.
Á blaðamannafundi stjórnarandstöðunnar þann 8. desember sl. sagði Svandís Svavarsdottir:
„Nauðsynlegt er að bregðast við kynbundnu ofbeldi eins og um náttúruhamfarir sé að ræða enda er vandinn með sanni félagslegar hamfarir“ og samkvæmt breytingartillögu stjórnarandstöðunar vill hún verja 200 milljónum í málaflokkinn tengdum kynbundnu ofbeldi.
Ég er búinn að rýna í ýmsar rannsóknir varðandi heimilisofbeldi til þess að staðreyndatékka hvort ofbeldið sé í raun bundið við kyn og eigi sér stað í svokölluðu kynjakerfi eða innan samfélagskerfis sem sumir kalla feðraveldið og hvort það sé háð kyni og einnig hvers konar ofbeldi er beitt.
Ég hef komist að eftirfarandi niðurstöðum:
1 af hverri 4 konum verða einhvern tímann á lífsleiðinni fyrir ofbeldi af hálfu karlmanns.
1 af hverjum 6 körlum verða fyrir ofbeldi af hálfu konu (Tölur frá NHS Englandi staðfesta þetta.) Tvær konur deyja af völdum fyrrum eða núverandi elskhuga í viku hverri í Bretlandi.
Ofbeldi er skilgreint svo hvort sem um karla eða konur er að ræða:
Hnefahögg, kinnhestar, og gróft ofbeldi
Hótanir
Ryskingar (ýtt eða hrint)
Ógn sem veldur hræðslu um líkamlegt ofbeldi
Niðurlægjandi orðræða eða framkoma.
Stjórnsemi og tálmun (meinar viðkomandi samskipti við vini og vandamenn)
Yfir í samkynhneigðu samböndin:
Áætluð tíðni heimilisofbeldis hjá samkynhneiðgum er skv. rannsóknum jafnalgengt og hjá gagnkynhneigðum. Á heimasíðu End the Fear- Greater Manchester against domestic abuse kemur fram að 25% hinsegins fólk í sambúð verður fyrir heimilisofbeldi.
Rannsókn CDC árið 2010 með uppfærðar tölur og greiningu árið 2013 fókuseraði á ofbeldi sem spannar allt frá eltihrellum yfir í líkamlegt ofbeldi og nauðganir.
Hlutfall kk/kk sambanda er 26% eða rétt ríflega 1 af hverjum 4 körlum.
Hlutfall kvk/kvk sambanda er 43.8% eða nær helmingur kvenna. Þessi tala er MJÖG athyglisverð og það er afar erfitt að draga ályktun af því hversu hátt hlutfall kynferðisofbeldisins er þegar skilgreiningin á ofbeldinu er orðin svo víðtæk.
Um það bil ein af hverjum 8 samkynhneigðra kvenna og næstum helmingur tvíkynhneigðra kvenna upplifa nauðgun á lífsleiðinni, og hlutfallið líklega eykst þegar breiðari skilgreiningar eru notaðar.
Næstum helmingur tvíkynhneigðra karla og fjórir af hverjum tíu hommum hafa upplifað einhversskonar kynferðislegt ofbeldi annað en nauðgun á lífsleiðinni. Tölfræði um nauðganir er mismunandi, það er líklegt að hlutfallið sé hærra eða sambærilegt og hjá gagnkynhneigðum körlum. Eins og með flesta hatursglæpi með ofbeldi, eru transfólk líklegast til að verða fyrir ofbeldi.
Hvorki meira né minna en 64% af transfólki hefur upplifað kynferðisofbeldi á lífsleiðinni.
Samkvæmt annarri rannsókn verða 30% samkynhneigðra kvenna fyrir nauðgun og/eða öðru kynferðisofbeldi af hálfu annara kvenna. (Renzetti, 1992, Violent Betrayal – þessi skýrsla fæst á Amazon)
Aðrar síður til gagns með upplýsingar á fleiri rannsóknir er t.d. að finna hér:
http://www.pandys.org/articles/lesbiandomesticviolence.html
http://static1.squarespace.com/static/54d05b39e4b018314b86ca61/t/55ac6a77e4b01d02078bd80d/1437362807629/AnotherCloset2015.pdf
Samkvæmt þessu dreg ég þá ályktun að heimilisofbeldi sé ekki einvörðungu kvenréttindamál né kynbundið vandamál. Ofbeldið er ekki endilega afleiðing svokallaðs kynjakerfis, staðalímynda, skaðandi karlmennskuímynda eða feðraveldisins.
Þetta er lýðheilsumál sem þarf að bregðast markvisst við frá öllum hliðum.