Út var að koma bókin Erum við öll jöfn? Kynjamál og heimspeki. Í bókinni er fjallað um ýmsa þætti kynjamála með heimspekilegum hætti. Í bókinni má finna kveikjur að heimspekilegum samræðum um kynjamál handa fólki á öllum aldri, börnum, unglingum og fullorðnum. Einnig eru tillögur að notkunarmöguleikum.Höfundur texta er Jóhann Björnsson MA í heimspeki og heimspekikennari við Réttarholtsskóla. Myndskreytingar eru í höndum Björns Jóhannssonar.
Image may be NSFW.
Clik here to view.
Í bókinni er fjallað um ýmsa þætti kynjamála með heimspekilegum hætti. Stuttar örsögur sem allar eiga sér stoð í raunveruleikanum og spurningar þjóna sem kveikjur að samræðum.
Image may be NSFW.
Clik here to view.
Bókin er kjörin fyrir fólk á öllum aldri sem hefur gaman af því að rökræða og pæla saman. Efnistökin eru eftirfarandi:
- Var guð upphafið að þessu öllu saman. Hér er velt vöngum yfir hlut trúarbragðanna þegar kemur að kynjamálunum.
- Hvað voru heimspekingarnir að hugsa? Þeir Sókrates sem leit á Xanþippu konu sína rétt eins og hverja aðra ofreskju og Aristóteles sem áleit konur vera lægra settar en karla fá á baukinn í þessum hluta.
- Hverjir ráða? Hér eru kynjamálin skoðuð út frá völdum og stjórnmálum.
- Hvað um ástina? Kynjamálin skoðuð með tilliti til fjölskyldu- og ástarlífs.
- Hversdagslegar kynjamyndir. Hér er daglegt líf skoðað með hliðsjón af kynjamálunum, s.s. launajafnrétti, mismunandi gjaldskrár á klippistofum eftir kynjum, sundfatatískan o.s.frv.
- Skiptir kyn og kynhneigð máli? Kyn, kynhneigð, kynleiðrétting og intersex er rætt í þessum kafla.
- Hvernig má nota bókina. Hér eru tillögur að notkunarmöguleikum ef einhverjir vilja nota hana með nemendum á ýmsum aldrei eða bara í staðin fyrir spilakvöld í góðum félagsskap.
Bókin fæst í Eymundsson og hjá Mál og Menningu
Image may be NSFW.
Clik here to view.