Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Ágústa Sigrún syngur af hjartans lyst

$
0
0

Ágústa Sigrún Ágústsdóttir söngkona er konan á bakvið geisladiskinn Stjörnubjart, tónlist sem tengist vetri og jólum. Hún segir meðgöngu disksins hafa verið langa en þegar ákvörðun var tekin um útgáfuna hafi ferlið verið afar ánægjulegt og gefandi.

„Eftir að við fjölskyldan gáfum út disk með lögunum hans pabba, Ágústs Péturssonar, þá hef ég haft bak við eyrað að gefa út vetrar- og jóladisk.  Það eru nokkur lög sem ég syng á hverju ári um jólaleytið og eru mér einstaklega kær .Ég lét gera íslenska texta við lögin þar sem dulúðleg stemning, náttúra, kertaljós og falleg lýsing á jólahaldi kemur meðal annars við sögu,“ útskýrir Ágústa um tilurð disksins.

Ágústa er einnig lærður markþjálfi og segir hugmyndina af útgáfu Stjörnubjarts hafa fengið vængi í markþjálfunartíma. „Í markþjálfun er maður alltaf að finna út hvar einstaklingurinn nýtur sín best og hverng hann nær markmiðum sínum,“ útskýrir hún. „Ég fer sjálf reglulega til markþjálfa og þar sem ég hef verið að koma hægt og rólega aftur inn í söngbransann síðustu ár og er í góðu söngformi komst ég að þeirri niðurstöðu að nú væri lag að gefa Stjörnubjart út.“

Hún segist einstaklega gæfusöm með vinahóp því hún hafi ekki þurft að leita langt yfir skammt með textagerð, lagasmíði, útsetningar og hönnun og hafi verið valinn maður í hverju rúmi.  „Hörður Sigurðarson þýddi marga texta alveg snilldarlega og bróðir hans Sváfnir er með mér í dúett og á eitt lag á disknum ásamt því að syngja með mér og leika og fékk hann Harald V. Sveinbjörnsson til að sjá um upptökur og útsendingar og sem leiddi verkefnið áfram af sinni alkunnu snilld. Alla umgjörð og markaðssetningu sá svo Bjarney Lúðvíksdóttir um.“

Ágústa fékk leyfi hjá félögunum í ABBA, þeim Benny Andersson og Björn Ulvaeust, il að  að mega nota eitt lag þeirra, sem er afar sjaldgæft en það fékk hún eftir nokkur nei frá þeim og útgefendum þeirra.  Ágústa gafst ekki upp, sendi upptökur af söng sínum og af hverju hún vildi nota lagið og fékk það í gegn. Hér má heyra Ágústu syngja lagið, Líkt og engill gangi hjá.

[soundcloud url=“https://api.soundcloud.com/tracks/231064669″ params=“auto_play=false&hide_related=false&show_comments=true&show_user=true&show_reposts=false&visual=true“ width=“100%“ height=“450″ iframe=“true“ /]

Diskinn tileinkar hún móður sinni, Guðrúnu D. Kristjánsdóttur, sem hún segir hafa verið aðdáanda sinn númer eitt, tvö og þrjú. ,,Alveg sama hvar maður hefur troðið upp í gegnum tíðina, alltaf mætti mamma á staðinn og stóð við bakið á mér og fannst mér því ekki koma annað til greina en að tileinka henni þennan disk,” segir Ágústa og bætir við ,,í þetta sinn gat hún þó ekki fylgt mér úr hlaði því hún lést skömmu fyrir útgáfutónleikana.”

Ágústa Sigrún stendur ein að baki útgáfu Stjörnubjarts en hann fæst í öllum helstu útsölustöðum tónlistar ásamt heimasíðu söngkonunnar www.agustasigrun.is.  ,,Það er heill kapítuli útaf fyrir sig að vinna við svona útgáfu og koma honum á framfæri og er ég þakklát fyrir þá góðu dreifingu sem hann hefur fengið en salan hefur verið vonum framar og við Sváfnir og Haraldur erum að fylgja honum eftir núna í jólamánuðinum og skemmtum okkur konunglega.”


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283